Fréttablaðið - 16.03.2011, Blaðsíða 6
16. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR6
sex saman í p
akka
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
S
A
4
58
61
0
4
/0
9
JAPAN, AP Sjötugri konu var bjargað
úr rústum heimilis hennar í hafn-
arborginni Otsuchi í Japan í gær,
fjórum dögum eftir að flóðbylgja
svipti húsinu af grunni síðastliðinn
föstudag.
Konan, sem heitir Sai Abe, var
send á sjúkrahús. Hún þjáðist af
ofkælingu en virtist ekki hafa
hlotið lífshættuleg meiðsli. Yngri
manni var einnig bjargað úr rúst-
unum.
Talið er að hundruðum, ef ekki
þúsundum, manna hafi verið
bjargað úr rústunum en líkurnar á
að fleiri bjargist þykja orðnar afar
litlar. Veður er að kólna og snjó-
komu er spáð næstu daga á þeim
slóðum sem verst urðu úti.
Í nágrenni kjarnorkuversins í
Fukushima var 140 þúsund manns
í gær skipað að halda sig inni við
og loka vel dyrum og gluggum til
að forðast hættulega geislameng-
un, sem barst frá verinu eftir að
eldur kviknaði í einum kjarnaofna
þess.
Eldurinn kviknaði í kjarnaofni
fjögur, sem vegna viðhalds var
ekki í notkun þegar jarðskjálftinn
reið yfir á föstudag.
Naoto Kan, forsætisráðherra
Japans, kom fram í sjónvarpi í
gær og sagði geislun berast frá
ofninum beint út í andrúmsloftið.
Þegar leið á daginn þótti ljóst að
mengunin yrði ekki jafn mikil og
óttast var í fyrstu.
Atburðirnir í Fukushima hafa
ýtt undir efasemdir um öryggi
kjarnorkuvera almennt, ekki
síst í Evrópu þar sem andstaða
við kjarnorku hefur jafnan verið
umtalsverð. Tugir þúsunda komu
saman í Þýskalandi á mánudag til
að krefjast þess að allri kjarnorku-
vinnslu þar í landi yrði hætt.
Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands, sagðist í gær hafa ákveð-
ið að allir kjarnakljúfar í Þýska-
landi sem starfræktir hefðu verið
í meira en tvo áratugi yrðu tíma-
bundið teknir úr notkun.
Þá hefur Evrópusambandið
ákveðið að gera álagspróf á öllum
kjarnorkuverum í aðildarríkj-
unum til að ganga úr skugga um
hvernig þeim myndi reiða af í
náttúruhamförum. Alls eru kjarn-
orkuver í ESB-ríkjum 149 talsins.
Jarðskjálftinn síðastliðinn
föstudag mældist 9 stig, sam-
kvæmt útreikningum Banda-
rísku jarðfræðimiðstöðvarinnar,
en ekki 8,9 eins og fyrst var nefnt.
Þar með er þetta fjórði öflugasti
jarðskjálfti sem mælst hefur á
jörðinni síðan 1900 og sá stærsti í
sögu Japans síðan mælingar hóf-
ust þar fyrir 130 árum. Mögulegt
er að álíka stór skjálfti hafi orðið
í Japan árið 869 þegar mikil flóð-
bylgja skall á land á sömu slóðum.
gudsteinn@frettabladid.is
Geislamengun lak
úr kjarnorkuverinu
Um 140 þúsund manns þurftu að loka sig inni til að verjast hættulegri geisla-
mengun sem slapp frá kjarnorkuverinu í Fukushima í gær. Evrópusambandið
hefur ákveðið að gera álagspróf á öllum kjarnaofnum aðildarríkjanna.
VIRÐIR RÚSTIRNAR FYRIR SÉR Kona heldur fyrir vitin meðan hún skoðar staðinn þar
sem hús hennar stóð í bænum Yamada í norðvesturhluta landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NÁÐI EKKI ÁRANGRI Alain Juppé, utan-
ríkisráðherra Frakka, á fundi G8-ríkjanna
í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FRAKKLAND, AP Alain Juppé, utan-
ríkisráðherra Frakklands, gerir
sér vonir um að öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna samþykki fyrir
vikulokin ályktun um aðgerðir til
stuðnings stjórnarandstöðunni í
Líbíu.
Á leiðtogafundi átta stærstu
iðnríkja heims, sem haldinn var í
Frakklandi í gær, fékk Juppé því
ekki framgengt að loftferðabann
yrði samþykkt í Líbíu.
Hann tók þó fram að Frakkar
hafi upphaflega viljað fara í bein-
ar hernaðaraðgerðir, ekki bara
loftferðabann. - gb
Vilja hertar aðgerðir:
Hafa leitað til
öryggisráðsins
Beðið fyrir Japan
Beðið verður fyrir japönsku þjóðinni
og þeim sem eiga um sárt að binda
vegna hamfaranna þar í bændastund
í Háteigskirkju á morgun fimmtudag,
klukkan 18. Ritningarlestrar, bænir,
tónlist og kyrrð munu einkenna
bænastundina og viðstöddum gefst
kostur á að kveikja á bænaljósum.
JAPAN
Launakostnaður jókst
Heildarlaunakostnaður á hverja
greidda vinnustund var 8,2-9,5%
hærri á síðasta fjórðungi ársins 2010
en árið 2009. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Hagstofunni jókst launa-
kostnaður mest í verslun og ýmissi
viðgerðarþjónustu en minnst í bygg-
ingarstarfsemi og mannvirkjagerð.
HAGTÖLUR
BAREIN, AP Konungurinn í Barein
hefur lýst yfir þriggja mánaða
neyðarástandi í landinu. Jafnframt
fær yfirmaður hersins víðtæk völd
til að berja niður mótmæli, sem
sjía-múslimar í landinu hafa verið
í forystu fyrir undanfarnar vikur.
Á mánudag sendu Sádi-Arabar
þúsund hermenn til Barein til að
hjálpa stjórninni, sem einnig nýtur
stuðnings Bandaríkjanna. Írans-
stjórn hefur harðlega mótmælt
íhlutun Sádi-Araba.
Í Barein eru sjía-múslimar í
minnihluta og telja sér mismunað
af hálfu súnní-múslima, sem fara
með öll völd í landinu.
Hætta er á að átökin í Barein,
sem er lítil eyja úti af strönd Sádi-
Arabíu á Persaflóa, snúist upp í
víðtækari átök sjía-múslima gegn
súnníum. Íbúar Sádi-Arabíu eru að
mestu súnní-múslimar en í Íran,
sem er handan flóans, búa einkum
sjíar.
Hörð átök brutust út í Barein í
gær. Hundruð mótmælenda eru
sögð hafa særst, bæði af völdum
barefla lögreglunnar og skotvopna
hennar. Að minnsta kosti einn her-
maður frá Sádi-Arabíu lést eftir að
hafa orðið fyrir skoti úr byssu mót-
mælanda. - gb
Íranar mótmæla afskiptum Sádi-Arabíu af mótmælaólgunni í Barein:
Herlög gengin í gildi í Barein
MÓTMÆLENDUR Í MANAMA Hörð átök brutust út í gær í höfuðborginni Manama.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ALÞINGI Róbert Marshall, formaður
allsherjarnefndar, lagði í gær fram
breytingartillögu við þingsályktun-
artillögu um skipan stjórnlagaráðs,
þess efnis að ráðið geti starfað til
loka júlí. Í upphaflegu tillögunni er
gert ráð fyrir að stjórnlagaráð skili
af sér frumvarpi fyrir lok júní.
Meirihluti allsherjarnefndar
leggur annars til þær breytingar
að Alþingi skipi stjórnlagaráð en
ekki forseti þess, að fundir ráðsins
verði opnir og að það setji sjálfu sér
starfsreglur.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
allsherjarnefnd vilja málið frá og
ítreka vilja flokksins til að taka
þátt í endurskoðun stjórnarskrár-
innar á vettvangi Alþingis. Þingið
geti byggt þá vinnu á niðurstöðu
þjóðfundar auk annarra gagna.
Vigdís Hauksdóttir, Framsókn-
arflokki, leggur til að stjórnlaga-
nefnd, sem skipuð var til að annast
söfnun og úrvinnslu gagna fyrir
stjórnlagaþing, verði falið að gera
tillögur um breytingar á stjórnar-
skránni og skili Alþingi tillögum í
frumvarpsdrögum.
Loks leggja þingmenn Hreyf-
ingarinnar til að ákveðið verði að
þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram
um tillögur stjórnlagaráðs áður en
Alþingi fær þær til umfjöllunar.
- bþs
Nokkrar breytingatillögur eru gerðar við þingsályktunartillögu um stjórnlagaráð:
Stjórnlagaráð geti starfað til loka júlí
STJÓRNLAGANEFND Vigdís Hauksdóttir
vill að nefndin geri tillögu að breyt-
ingum á stjórnarskrá.
INNFLYTJENDUR Innflytjendur og
börn þeirra fædd á Íslandi voru
28.275 talsins um síðustu áramót,
eða 8,9 prósent af íbúum í land-
inu. Þetta er sama hlutfall og í
upphafi árs 2010. Innflytjendum
fækkaði um 478 milli ára en á
móti vó fjölgun í hópi barnanna.
Pólverjar eru langfjölmennast-
ir, eða 9.463, og 36,8 prósent allra
innflytjenda.
Næstfjölmennastir eru Litháar
með 5,7 prósent en 5,2 prósent inn-
flytjenda fæddust á Filippseyjum.
- pg
Fólkið í landinu:
Innflytjendur
8,9% mannafla
STJÓRNSÝSLA Jafnréttisráð lýsir
undrun sinni á því að Alþingi –
sjálfur löggjafinn – skuli ganga
gegn anda laga um jafna stöðu
og jafnan rétt kvenna og karla
við kosningu á fulltrúum í lands-
kjörstjórn. Skorar ráðið á forseta
Alþingis að sjá til þess að sama
endurtaki sig ekki.
Í febrúarlok kaus Alþingi
fjóra karla og eina konu í fimm
manna landskjörstjórn. Í áður-
nefndum lögum er kveðið á um að
þess skuli gætt að hlutfall kynja
í nefndum, ráðum og stjórnum á
vegum ríkis og sveitarfélaga sé
sem jafnast. - bþs
Jafnréttisráð gagnrýnir þingið:
Löggjafinn fer
gegn anda laga
LÖGREGLUMÁL Ármann Þorvalds-
son, fyrrverandi forstjóri Kaup-
thing Singer&Friedlander, dótt-
urfélags Kaupþings í Bretlandi
hafnar því með
öllu að rann-
sókn efnahags-
brotadeildar
bresku lögregl-
unnar, SFO,
beinist að þeim
hluta Kaup-
þingssam-
stæðunnar sem
hann stýrði.
Sem kunnugt
er voru níu manns teknir til yfir-
heyrslu í tengslum við málið. Sjö á
Bretlandi og tveir á Íslandi.
Ármann segir í yfirlýsingu til
fjölmiðla að viðtal lögreglunnar
við sig hafi tekið um eina og hálfa
klukkustund. Engin atriði sem
lögreglan hafi verið með til skoð-
unar hafi snúið að sér persónu-
lega og ekki ein spurning hafi
snúist um ákvarðanir sem hann
hafi tekið eða átt þátt í að taka.
Yfirlýsingu Ármanns má finna í
heild sinni á Vísi.is.
Rannsókn SFO á Ármanni:
Segir rannsókn
ekki snúa að sér
ÁRMANN
ÞORVALDSSON
Hefur þú notað svefnlyf?
Já 40%
Nei 60%
SPURNING DAGSINS:
Teflir þú?
Segðu skoðun þína á Visir.is.
KJÖRKASSINN