Fréttablaðið - 16.03.2011, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN16. MARS 2011 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
B A N K A B Ó K I N
Samanburður á
vaxtatöflum bankanna
*Miðað er við 250.000 króna innlegg og sem skemmsta bindingu. A Bundinn í tíu daga. B Bundinn í sjö
daga. C Úttektargjald hjá gjaldkera 0,25%
Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum.
Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán
innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja
Markaðsreikningur
1,25%A
11,25% 11,20%
Vaxtaþrep
1,90%
11,50% 11,50%
Vaxtareikningur
1,15%B
11,20% 11,20%
MP Sparnaður 9,50 til
2,05%
11,15% 11,15%
PM-reikningur 11,10 til
2,05% 11,15% 11,20%
Netreikningur
2,35% C
11,45% 11,45%
Sparnaðarreikningur
2,00%
10,20% Ekki í boði.
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Undirbúningur er hafinn við skráningu fasteigna-
félagsins Reita á markað á seinni hluta næsta árs.
Gangi áætlanir eftir verður þetta annað fasteigna-
félagið sem fer á markað en eignarhaldsfélagið Reg-
inn, dótturfélag Landsbankans, tilkynnti í nóvember
í fyrra að stefnt væri að skráningu Fasteignafélags
Íslands á hlutabréfamarkað á árinu.
„Ég tel aðkomu fagfjárfesta að Reitum hljóta að
vera áhugaverðan kost, sérstaklega nú þegar fjár-
festingarmöguleikar eru nokkuð takmarkaðir,“ segir
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita.
Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, á 43 prósenta
hlut í Reitum. Horn, fjárfestingarfélag Landsbank-
ans, á þrjátíu prósent og þrotabú Landic Property á
sextán prósent. Aðrir hluthafar eiga minna.
Fyrirtækið Reitir er reist á grunni Landic Property,
sem var umsvifamikið á fasteignamarkaði á Norður-
löndunum fyrir hrun. Það átti meðal annars danska
fasteignafélagið Keops. Landic Property var tekið til
gjaldþrotaskipta fyrir ári og fyrirtækið Reitir búið
til utan um íslenska fasteignahlutann.
Samstæða Reita samanstendur af sjö dótturfélög-
um auk móðurfélags, sem sér um umsýslu dóttur-
félaga. Skiptingin tekur mið af sögulegri uppbygg-
ingu félagsins og veðsetningum eigna. Þannig er
Reitir I „gamla“ Landic Property, Reitir II „gamla“
Landsafl og svo framvegis.
Félagið á 130 fasteignir. Þar á meðal eru Kringlan,
Hilton Reykjavík Nordica, Hótel Loftleiðir og Kaup-
hallarhúsið. Verðmæti eignasafnsins nemur 92 millj-
örðum króna.
Guðjón segir reksturinn góðan, mikil gæði séu í
eignasafninu, fjárstreymið gott og líftími leigusamn-
inga langur. Fjárfesting í fasteignafélagi á borð við
Reiti sé því líkust kaupum á löngu skuldabréfi.
VILL FJÖLGA FJÁRFESTINGARKOSTUM Fasteignafélagið Reitir
á 130 þekktar fasteignir. Þar á meðal eru Kringlan, Nordica-hótelið
og Kauphallarhúsið svokallaða.
Fasteignafélag setur
markið á Kauphöll
Hagur Reita vænkaðist eftir uppstokkun. Ef allt gengur eftir
verða tvö fasteignafélög á markaði eftir tvö ár. Mikilvægt
að fjölga fjárfestingarkostum, segir forstjóri Reita.
Reitir hagnaðist um fjóra milljarða króna í fyrra
samanborið við tæplega 9,9 milljarða tap árið á
undan. Tapið stendur að stærstum hluta af geng-
ishagnaði og hækkun á virðismati eigna. Tekjur
eru lítið breyttar á milli ára, 7,6 milljarðar króna.
Af 73,9 milljarða króna skuldum eru 57 millj-
arðar á gjalddaga á næsta ári, samkvæmt árs-
reikningi félagsins. Þar kemur fram að fyrir ligg-
ur samkomulag við lánardrottna þess efnis að
lengja megi í gjalddögum um nokkur ár séu lána-
samningar ekki rofnir. Guðjón segir að miðað við
núverandi stöðu og áætlanir næsta árs sé engin
ástæða til að telja annað en að staðið verði við
skilmála. Engin launung sé að endurfjármögn-
un Reita til lengri tíma sé eitt af helstu verkefn-
um félagsins og er fyrirhuguð skráning í Kaup-
höllina liður í því.
Unnið að endurfjármögnun
Gjaldeyrishöft í að verða tvö og
hálft ár koma mjög illa við rekstur
tölvuleikjafyrirtækisins CCP og
er forstjórinn Hilmar V. Péturs-
son orðinn þreyttur á þeim.
CCP hefur enn ekki fengið al-
menna undanþágu frá gjaldeyr-
ishöftunum. Almennar undan-
þágur kveða á um að áttatíu
prósent af tekjum og kostn-
aði fyrirtækja sem fá undan-
þágur þurfa að koma frá út-
löndum. CCP er enn með of
mikla starfsemi á Íslandi til
að ná því.
„99,7 prósenta okkar
tekna koma að utan og
sextíu prósent kostn-
aðarins. Þegar við
sóttum fyrst um und-
anþágu var minna af
kostnaði okkar er-
lendis. Ef við ætlum
að fá almenna undan-
þágu þurfum við að
flytja meira af starf-
seminni út. Ég er ekki að segja að
við ætlum að gera það en þannig
er hvatinn í kerfinu,“ segir Hilm-
ar.
„Við erum með fjölmarga er-
lenda starfsmenn á Íslandi sem
eru undir gjaldeyrishöft settir.
Þótt við borgum þeim í evrum,
eins og öllu okkar starfs-
fólki á Íslandi, þá mega þeir
ekki taka peningana með
sér heim. Margir þeirra
eru með námslán eða hús
sem þeir þurfa að borga af
í heimalandinu. Höft-
in til viðbótar við
aðra ómarkvissa
lagasetningu gera
það að verkum
að rekstrarum-
hverfið hér er
ekki sambæri-
legt við það
sem býðst ann-
ars staðar,“ segir
Hilmar. - jab
CCP ekki á undanþágu
HILMAR V.
PÉTURSSON
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
5
39
19
0
3
/2
01
1
ER ÞITT FYRIRTÆKI
MEÐ SAMNING?
Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta
þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og
ánægðara starfsfólki.
Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir:
Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju
fyrirtæki.
Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla
daga ársins.
Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða
Icelandair.
Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum.
+ Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki
eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is
ECONOMY COMFORT
Meiri þægindi, góð vinnuaðstaða,
rafmagnsinnstunga fyrir tölvu.
„Við erum ekki með fjárfestingar-
bankaþjónustu og ætlum ekki að
gera það. Fólk vill einföld gildi,“
segir Guðmundur E. Lárusson,
sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-
Þingeyinga. Hann er einn þeirra
þriggja sparisjóða sem ekki hafa
þurft á eiginfjárframlagi að halda.
Hinir eru Sparisjóður Stranda-
manna og Sparisjóður Höfðhverf-
inga á Grenivík.
Þegar viðskiptabankarnir fóru
á hliðina haustið 2008 fjölgaði við-
skiptavinum sparisjóðanna þriggja
og hefur lítið lát verið á vinsældun-
um þótt á þriðja ár sé liðið frá hruni.
Mest hefur aukningin verið hjá
Sparisjóði Suður-Þingeyinga en inn-
lán fóru úr 2,3 milljörðum króna í
lok árs 2007 í sjö milljarða í árs-
lok 2009.
Engin breyting hefur orðið á stöðu
innlána, að sögn Guðmundar spari-
sjóðsstjóra. - jab
Fjárfestar halda sig úti á landi
Innlán jukust um hundruð prósenta í þremur sparisjóðum á þremur árum.
V Ö X T U R I N N L Á N A 2 0 0 7 - 2 0 0 9
2007* 2008* 2009* Árl.
Sparisjóður meðalvöxtur
Sparisjóður Suður-Þingeyinga 2.300 4.600 7.000 76,1%
Sparisjóður Strandamanna 560 726 1.413 62,1%
Sparisjóður Höfðhverfinga 888 1.001 1.305 21,55%
* Í milljónum króna
Nú er hægt að nálgast sögulegar
upplýsingar úr hlutafélagaskrá hjá
Creditinfo, en það hefur ekki verið
hægt áður.
Þannig geta fyrirtæki og stofnan-
ir nú flett því upp hverjir hafa setið
í stjórnum hlutafélaga og hverj-
ir höfðu heimild til að skuldbinda
félag á einhverjum gefnum tíma.
„Upplýsingarnar varpa enn fremur
ljósi á hvaða breytingar hafa orðið
á skráningum félaga í hlutafélaga-
skrá allt frá fyrsta febrúar 2005 og
er því á einfaldan hátt hægt að sjá
hvenær stjórnar- eða framkvæmda-
stjórabreytingar fyrirtækis áttu sér
stað,“ segir í tilkynningu fyrirtæk-
isins. - óká
Hægt að horfa til baka
Nú bjóðast söguleg gögn úr hlutafélagaskrá.
Í KAUPHÖLLINNI Tilgangur nýrrar þjónustu
hjá Creditinfo er sagður vera að tryggja aukið
gagnsæi viðskipta og spara tíma sem fylgir
upplýsingaöflun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN