Fréttablaðið - 16.03.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.03.2011, Blaðsíða 28
16. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR16 Yndisleg móðir, amma og tengdamóðir, Skarpheiður Gunnlaugsdóttir Akranesi, er látin. Kveðjuathöfn verður í Akraneskirkju föstu daginn 18. mars kl. 13. Útför fer fram frá Melstaðarkirkju laugardaginn 19. mars kl. 14. Soffía G. Þórðardóttir Anna Guðnadóttir og aðrir aðstandendur. Föðursystir okkar, Sigríður Klemenzdóttir áður Leifsgötu 18, er látin. Útförin fer fram í Neskirkju fimmtudaginn 24. mars kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjúkrunarheimilið Sóltún (590-6000). Rúna Bína, Anna Ingibjörg, Unnur, Jakobína, Jóhanna og Sigríður Sigtryggsdætur. Bróðir okkar, Halldór Björnsson Hátúni 10b, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 7. mars síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 18. mars kl. 13.00. Systkini hins látna. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Magnús J. Stefánsson frá Akureyri, ketil- og plötusmiður, síðast til heimilis að Grænlandsleið 44, Reykjavík, lést mánudaginn 14. mars. Útförin verður gerð frá Seljakirkju mánudaginn 21. mars kl. 13.00. Guðbjörg Reynisdóttir Ólöf Magnúsdóttir Sigurður Malmquist Reynir Magnússon Ingibjörg Halldórsdóttir Stefán Á. Magnússon Hrefna B. Jónsdóttir Halldóra Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Karen María Einarsdóttir Tjarnarbóli 17, Seltjarnarnesi, lést í faðmi fjölskyldu sinnar að Hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 8. mars. Útförin fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, föstudaginn 18. mars kl. 13. Ingibjörg St. Sigurðardóttir Jóhann Sigurðsson Sigurður K. Sigurðsson Hallfríður G. Blöndal Dagný M. Sigurðardóttir Jón Garðar Hafsteinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sólveig Gunnarsdóttir áður til heimilis Álftamýri 15, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn 10. mars. Útförin verður gerð frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 17. mars kl. 13.00. Ása Kristín Jóhannsdóttir Jón Jóhannsson Ólafía Sveinsdóttir Gunnar Jóhannsson Laufey Jóhannsdóttir Valdimar Ingi Gunnarsson Kolbrún Jóhannsdóttir Guðmundur Kolbeinsson Jóhann Svavar Jóhannsson Bryndís Halldórsdóttir Sesselía Áslaug Jóhannsdóttir Jakob Heimir Óðinsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, Maríu Helgu Guðmundsdóttur frá Flatey á Skjálfanda. Sérstakar þakkir færum við séra Svanhildi Blöndal og starfsfólki H-2 Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða aðhlynningu og alúð. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. Elskuleg systir mín, mágkona og frænka okkar, Gully Evelyn Pétursson andaðist þann 1. mars sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Pétursson Stella Ingimarsdóttir Guðlaug Pálsdóttir og bræðradætur Okkar ástkæri Ragnar Georgsson skólastjóri og forstöðumaður Skólaskrifstofu Reykjavíkur, lést á Landakoti þann 10. mars sl. Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 18. mars kl. 13.00. Rannveig Magnúsdóttir Steinunn Birna Ragnarsdóttir Hans Gústafsson Brynhildur Björnsdóttir Helgi Gunnarsson Ragnar Logi, Arent Orri, Steinunn Thalia og Gerður Tinna Notandi geðheilbrigðisþjón- ustunnar tók sig til á dögun- um og safnaði saman bókum og DVD-diskum frá helstu útgefendum landsins og afhenti Páli Matthíassyni, framkvæmdastjóra geðsviðs Landspítala. Notandanum blöskraði bókakosturinn á legudeildum geðdeildar Landspítalans og ákvað að taka til sinna ráða. Hann gekk á milli útgefenda, sem tóku honum allir vel. Páll segir gjöfina höfð- inglega og munu koma að góðum notum. „Fólk er almennt ánægt með þjón- ustu geðsviðs en hefur samt endurtekið kvartað undan skorti á verkefnum og ein- hverju við að vera þegar það þarf að liggja inni. Við erum með starfsmann sem vinnur að því að efla virkni sjúkl- inga ásamt sérstökum mús- íkþerapista en það er rétt að bóka- og bíómyndakosturinn á deildunum hefur ekki verið endurnýjaður í lengri tíma,“ segir Páll. Hann segir um að ræða glænýjar bækur og bíómyndir sem verði dreift á fjórar legudeildir. Þarna eru veglegar bækur ásamt spennusögum, ástarsögum, prjónabókum, matreiðslu- bókum, myndlistarbókum, heimspekibókum og úrvali bíómynda en verðmæti gjaf- anna er á bilinu tvö til tvö hundruð og fimmtíu þús- und krónur. Páll er þakklát- ur notandanum og segir það staðreynd að geðdeildirnar þurfi að reiða sig á gjafir og styrktarfé til að geta gert endurbætur. „Það er búið að skera svo mikið niður hjá okkur að við höfum ekkert aflögu. Í fyrra stóðum við starfsfólkið fyrir sölu bro- spinna en féð sem safnaðist notuðum við til að endurnýja húsbúnað og gluggatjöld og ætlum við að setja af stað sams konar söfnun í kringum geðheilbrigðisdaginn í ár.“ Útgefendurnir sem lögðu notandanum lið við söfn- unina eru Forlagið, Bókaút- gáfan Salka, Hið íslenska bókmenntafélag, Bókafor- lagið Bjartur, Edda útgáfa og bókaútgáfan Opna. Sambíóin og Sena gáfu DVD-diskana. - ve HÖFÐINGLEGT Páll segir bækurnar og DVD-myndirnar eiga eftir að koma þeim sem leggjast inn á geðdeildir LSP að góðum notum. Geðdeildir LSH fá bóka- og myndagjöf NEMENDUR MEÐ KYNNINGU Fjölbreytt skemmtidagskrá verður í kvöld í Faktorý á Smiðjustíg á vegum nemenda í íslensku við Háskóla Íslands. Örfyrirlestrar í kvöld Nemendur á Hugvísinda- sviði Háskóla Íslands efna til samkomu í kvöld í Fakt- orý á Smiðjustíg. Nemenda- félög innan sviðsins eru fjögur talsins og eru með dagskrá öll miðvikudags- kvöld í marsmánuði. Tilefnið er 100 ára afmæli Háskólans og er tilgangur- inn að kynna almenningi starfsemi nemendafélag- anna. Dagskráin í kvöld er í höndum nemenda í íslensku og meðal dagskrárliða eru örfyrirlestrar um riddara- sögur, Íslendingasögur og nútímabókmenntir. Þá verð- ur efnt til íslenskutengds pöbbkviss. Dagskráin hefst klukkan 20.00 - jma

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.