Sameiningin - 01.11.1918, Qupperneq 3
^ametntngtn.
Mánaðarrit til stuðnings kirhju og lcristindómi ísleadinga
gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi fsl. í Vestrheimi
XXXIII. árg. WINNIPEG, NÓVEMBER 1918 Nr. 9.
Lofið Drottin.
“Lofið Drottin, állar þjóðir, vegsamið hann, allir
lýðir, því að miskunn lfians er voldug yfir oss og trúfesti
Drottins varir að eilífu. Halelúja.”
Um alla jörðina hljómi nú lofgjörð og þakklœti til
lifanda Guðs, sem gefið hef.ir heiminum f rið. Krjúpi nú
allar þjóðir að fótskör Drottins og hiðji, að aldrei framar
komi upp stríð í heiminum.
“Gef eigi oss, Drottinn, eigi oss, heldur þínu nafni,
dýrðina.”
Já, Guð gefi mönnum náð og trú og viturt hjarta, svo
þeir ekki upplirokist yfir sigrinum, heldur gefi Guði dýrð-
inai, því það er hann, sem lætur stríðum linna til endi-
marka jarðarinnar. Tlonum sé lof og dýrð fyrir sigurinn
og friðinn, sem fenginn er.
Nú lifna ótal vonir. Og allir, sem trúa á Guð, gleðj-
ast í von um nýjan og hetri heim, eftir stríð þetta hið
ógurlega. Allin sem elska lmgsjónir Jesú Krists, fá
nýjan styrk til að treysta því, að réttlœti og sannleikur,
lítillæti og kærleikur sigri enn í þessum gamla heimi
Og nú verður tilhlökkun vor helg og heit og vonin
um að sjá vini vora, syni og hræður aftur, heimkomna úr
liörmungunum miklu. Hve vel skal þeim fagna og vand-
lega leitast við að eyða þeim öflum synda og siðspillinga
liér heima fyrir, sem grimmastir óvinir eru, svo engin
móðir þurfi að kvíða, þegar liún aftur faðmar að sér hetj-
una sina ungu.