Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1918, Page 6

Sameiningin - 01.11.1918, Page 6
260 Lloyd George, Asquith, Grey, Bryce lávarður, verkamannafé- laginu enska, biskupum ensku kirkjunnar, leiðtogum fníkirkj- unnar ensku og afþjóða-nefndinni, sem hafði með höndum afstöðu kirkjunnar við úrslit ófriðarins. Bandaríkin tóku upp vopn til 'þess að ná þeim málalyktum, sem menn þessir og félög höfðu haldið fram. Kirkjan hefir léð stríðinu örugt fylgi fyrir jþá sök, að augnamiðið, siem fyrir var barist, er í fullu samræmi við réttlæti og kristindóm. Wilson forseti og stjórnendur bandaþjóðanna hafa neitað að semja við Mið- veldin, af því þeir vildu ekki slá af þessum réttmætu mála- lyktum eða selja þær fyrir hálfvirði. Aðal verk friðarþings- ins, segir Wilson, er að sjá því augnamiði foorgið. pessar mikilvægu, kristilegu hugsjónir, sem vaka fyrir forseta vor- um og áðurnefndum mönnum og félögum, Iþær eru flestum kunnar, í aðalatriðunum að minsta kosti. pau atriði ætti hver kenmmaður að þekkja upp á sína tíu fingur. pau eru í stuttu máli þesisi: Að allar þjóðir njóti réttlætis, smáar jafnt sem stórar; að sál hvers manns og hverrar þjóðar sé friðheilög, eða með öðrum orðum, að hver þjóð hafi rétt til að ráða framtíð sinni isjálf; að lýðveldi verði grundvöllur hverrar stjómar, til þess að tryggja þar með velferð mann- kynisinis í framtíðinni; að þjóðimar eigist lög við á sarna hátt og kristnir einstaklingar; að einhverskonar alþj óða-samband komi í staðinn fyrir samkepni þá í metorðum, vígbúnaði og yfirgangi, sem áður hefir átt sér stað; að það alþjóða-sam- band, fremur en einstakar þjóðir, taki að sér verndun smárra ríkja ög dómsvald í öllum kærumálum milli tveggja eða fleiri landa; að þjóðimar stofni dómstóla og skipi rannsóknar- nefndir, sem taki að sér öll ágreiningsmál þjóðainna og hafi til yfirvegunar alt það, sem að hemaði lýtur á sjó og landi. petta er alt saman al-kristið. Hér liggur ekkert annað fyrir en að ihef ja svo hátt isem unt er meginreglur þær hinar kristilegu, sem góðir menn og löghlýðin mannfélög ilfa undir alstaðar; að þjóðfélögin taki upp á merki sitt lífsreglurnar, sem Jesúis Kristur gaf mönnunum. pað er undursamlegt, að nærfelt allir stj órnmálamenn á Englandi, sem nokkuð kveður að, og þar með leiðtogar kirkjunnar og verkmanna- félaganna, heimta nú að þær ihugsjónir ráði úrslitum á friðar- þinginu. Allir, sem trúa því, að kenningar Jesú Krists eigi að ráða lögum og lofum alstaðar og í ölium málum, hafa á- stæðu til að þakka Guði fyrir það, að forseti vor er talsmað- ur þeirra. Fyrir þá sök ætti hver kennimaður eigi aðeins að kynna sér þessar hugsjónir, sem vér höfum barist fyrir og Ihinir beztu leiðtogar vorir ætla að standa við á friðarþing-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.