Sameiningin - 01.11.1918, Blaðsíða 7
261
inu, — hann ætti að skýra þær fyrir fólki sínu tvisvar í viku.
Ef til vill ætti þær að vera eina umræðuefni rétt nú, þær
gnæfa svo tiátt yfir önnur mál á þessum tíma, því að framtíð
heimsins er að miklu leyti undir því komin, hvað gert verður
á friðarþinginu. Um daginn komst Lloyd George svo að
orði: “Örlög heimsmenningarinnar í næstu fimm hundruð
ár eru ef -til vill komin undir úrslitum friðarþingsins”.
pað vofir yfir heiminum stór hætta einmitt nú, þegar
friðurinn er í aðsigi. Hún er sú, að vér töpum af þessum
hugsjónum, sem miljónir ungra manna hafa harist og dáið
fyrir og ko:stað hafa heiminn fimm óumræðileg þrauta-ár.
Heimurinn er á vegamótum. Allir kristnir menn og allar
kirkjur ætti að Ijá ósvikið fylgi sitt þeim mönnum, sem eru
að leitasit við að tryggja heiminum kristinn frið, — þetta
nýja alþjóða-stjómarfar, sem forsetinn, Lloyd George, aðrir
brezkir stjómvitringar, kirkjurnar og verkmannafélögin,
hafa mælt fram með. Kirkjan og kristnir einstaklingar ætti
að heimta af friðarþinginu þessi kristilegu úrslit; heimta
það að Iheimurinn sé ekki látinn sökkva aftur ofan í það krist-
indómslausa, sjálfseliskufuila heimsmáladýki, sem hann synti
í á undan þessari styrjöld; þetta dýki, sem gerði ófriðinn
mögulegan, og getur valdið öðrum ófriði síðar meir, nema
við sé gert í tíma.
Nauðsyn á áryekni í þessum efnum er enn brýnni fyrír
þá sök, að vissir menn ætla sér auðsjáanlega að berjast með
hnúum og 'hnefum gegn kristnum friði. Mótspyrnan er þeg-
ar hafin undir leiðsögn Roosevelts ofursta. Hann trúir ekki
á það, að hleypa kritsnum hugsjónum að í milliþjóðamálum;
í nálega öllum ræðum, sem hann hefir flutt nýlega, hefir
hann afneitað öllum þeim meginatriðum, sem leiðtogar
bandaþjóðanna hafa skráð á merki sitt; Ihefir jafnvel farið
svo langt að heirnta það, að hinar frægu fjórtán greinir Wil-
sons forseta, fyrsta al-kristna stefnuskráin í alþjóðamálum,
sem heimurinn hefir séð, væri með öllu dæmdar dauðar og
ómerkar. petta getur ekki þýtt annað en það, að eftir al-
gerðan sigur yfir pýzkalandi taka þjóðirnar til óspiltra mál-
anna aftur með sömu þjóðræknisöfgarnar og áður, vopni sig
hver í kapp við aðra — vor þjóð eins og hinar —og búi sig
undir næsta stríð. fhaldsmönnum allra þjóða stendur stugg-
ur alf of mikilli lýðstjóm. peir eru smeikir við alt, sem stefn-
ir í áttina til samkomulags og samvinnu meðal þjóðanna.
pað er skylda kristinna kennimanna, og kristins fólks yfir
höfuð, allra, sem trúa því, að kristindómurinn eigi að ríkja
yfir öllu mannlífinu — það er skylda þeirra að standa nú við