Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1918, Page 9

Sameiningin - 01.11.1918, Page 9
263 En sé þ-etta vor hugur í hermálum vorum, hví ættum vér þá ekki að vera sama hugar í andlegum málum vorum, — í málefnum, sem Drottinn hefir trúað oss sérstaklega fyrir? Ætti undanhald þar og uppgjöf að einkenna oss, af því að það væri hægra og þægra fyrir hold vort og hyggj u ? Á und- an stríði þessu var kirkjan all-víða, og forkólfar hennar fjöldamargir, 1 undanhaldi fyrir þýzkri vísindamensku í trú- málum, og 'höfðu gefist upp undir forsjá hennar og forráð. Á því að hallda áfram eftir stríðið, að kristnin verði þýzk undirlægja? Ekki verður því neitað, að andrúmsloftið andlega er nú svo mjög þokukent og óhreint. Hefði /þó mátt við öðru búast. Vér vitum að þrumuveður hreinsar loft. Sennilega hefði því mátt við því búast, að óveður það hið ægilega, sem staðið hefir yfir í heiminum hvíldarlaust nú á fimta ár, hefði hreinsað ögn til lí andlega loftinu. Sjást þess nokkur merki að vísu, að mannsandans heim- ur sé ögn að flytjast út úr óskapnaðar-ástandi því, sem hann á undan stríðinu var óðfluga að færast inn í, og að sé farið að rofa till skapnaðar á ihonum, eða, ef til vill heldur, að hann hafi orðið að nema staðar og fara að hyggja að áttum. prumurödd drottins hefir boðið honum að standa við. f öndverðu, í upphafi sköpunarinnar, grúfði myrkur yf- ir djúpinu, segir ibókin helga. pá var alt óskapnaður. En af því andi Drottins sveif yfir vötnunum, braust jörðin fram úr myrkri og óskapnaði, fögur og fríð og fagnaði sínum herra. Eins sveif andi Drottíns á undan stríðinu yfir myrkr- um vantrúar og afneitunar, og svífur nú yfir ihinum æðandi vötnum. Vegna þess rofar ekki aðeins til nú, heldur iýsir vonin um upprennandi dag, bjartan. Eitt af merkjum þeim, sem benda á betri dag, er við- nám það, sem veitt hefir verið fyrir áhrif stríðsins vantrúnni og vantrúar-vísindamenskunni þýzku. Menn eru nú að fá ótrú og ógeð á ihenni. pegar dáleiðslu-víman, sem hún hafði valdið, fer að renna af mönnum, sjá þeir að hún er ekki eins heilbrigð eða eins áreiðanleg vísindi, eins og þeir höfðu tal- ið sér trú um. En eins og vér vitum, var hún á undan stríð- inu að Ihremma undir vald hramma sinna heiminn, eða að minsta kosti reyndi að telja öllum auðtrúa ifylgifiskum sín- um trú um það, að hún mundi verða einráð. Kunnugir vita líka, að allir lutu meira eða minna vísindamenskunni þýzku, hvar isem þeir voru í heíminum, — þeir sem sé, er í augum 'háværustu höfðingja heimsmenningarinnar voru álitnir þess verðir að teljast með frjálsbomum sonum aldarinnar, og í

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.