Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1918, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.11.1918, Qupperneq 10
264 lest með andans leiðtog'um , jafnvel 'þótt þeir væru ekkert annað en taglhnýtingar þeirra. “Úr þat, er af stóð eitrinu” þýzka, drukku þeir menn í sig, eins og um veigar væri að ræða af himnum sendar. Sannleikans lindir áttu þær að heita. Og þeir, sem ekki vildu á þeim bergja, eða vildu ekki láta freistast til að vera með að eta af þýzka “skilningstrénu góðs og ills”, voru, þegar bezt lét, náðarsamlegast taldir þó með hinum minniháttar andans mönnum, ef þeir á annað borð áttu nokkursstaðar iheima nema hjá kiafakindum. Nú hefir þetta breyzt. Nú er mönnum orðið illa við alt, sem hefir á sér vörumerkið “made in Germany”. Og þá líka guðfræðina með því merki á sér; því, eins og kunnugt er, hafa þeir, sem hýst íhöfðu inni guðfræðina þýzku og skipað henni öndvegið hjá sér, ekki viljað við það kannast nú. peir hafa tekið af merkið þýzka og sett annað í staðinn, þetta: “made in Great Britain”, af því það lætur betur í eyrurn, þótt í sjálfu isér engin breyting íhafi orðið á guðfræðinni hjá þeim. pví vitanlegt er, að enska, ameríska og Norðurlanda guðfræðin, sú, sem iháværust hefir verið í þessum löndum, var aðflutt vara þýzk. En þótt líti út fyrir, að breyting sé að verða og von sé um, að lýsi af betra degi, þá er samt hætta á ferðum, að því er mér virðist. Og þess vegna valdi eg umræðuefnið. YfMeitt hjá mönnum virðist vera nokkuð sterk tilhneig- ing til þess að vera “ekstremistar”, að vaða annaðhvort í ökla eða eyra, aldrei að gera sig ánægðan með að vera miðskips, heldur fleygja sér út í annaðhvort borðið og sigla á sem höll- ustu fari. Á undan ófriðinum var tímabil “individualismans”. Hver keptist eftir því að verða eitt út af fyrir sig, og verða mest- ur. Frumlegleiki og sérkennilegleiki virtist verða að æðstu dygð, hvort heldiir var í velsæmi eða vansæmi, liggur mér við að segja, -— þar að skara fram úr, — það var keppikeflið. Og svo að skara fram úr í öllu mögulegu og verða mestur, til þess að geta fengið “place in the sun”, —sjálfum sér til lofs og dýrðar, vitaskuld. petta hleypti svo af stað gegndar- lausri samkepni. Og í þeirri samkepm virtist hver eins og að hugsa mest um sjálfan sig, og að fcoma ár sinní sem bezt fyrir borð og róa svo syði á keipum, ef sigla mætti fram úr, þótt aðrir fyrir það sigldu sig í kaf. pannig hjá einstakling- um, hjá flokkum, hjá þjóðum, — í smáum stíl og stórum, — í hreppamálum og heimsmálum, — í stjórnmálum og trú- málum, — utankirkju og innan,—flokkaskifting, trúarskift- ing, þjóðaskifting.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.