Sameiningin - 01.11.1918, Blaðsíða 13
267
skifst hefir í ótal flokka. Hún hefir verið snortin. Hún er
að sjá, að sundrungarmeinið ihennar þarf að læknast, og að
rang-t er að láta ismámuni og auka-atriði aðskilja, og að synd-
samlegt er að gera auka-atriði að stór-atriði, til þess með því
að réttlæta sundrungar-andann hjá sér, og >ykjast svo með
því vera að gera Guði >ægt verk.
Raddir í þessa átt hafa heyrst frá vígvellinum. Her-
prestar skrifa heim, að hermenn meti einkis kirkjuskifting-
una. Trúarjátningarmunur .sé að þurkast út 'hjá þeim, og
línur allar, sem aðskilji trúarlega. Og þegar þeir koma
heim úr þessum blóðskóla vígvallarins, eftir að hafa bókstaf-
lega iblandað blóði þar, þá verði þeir eindregið á móti allri
kirkjuskifting og heimti að kirkjumar sameinist og striki
yfir alt það, sem skilnaði Shafi valdið. Eitt slíkt bréf fékk
nýlega erkibiskup ensku kirkjunnar hérna í Canada, og not-
aði það fyrir texta að ræðu, sem hamn flutti á kirkjuþingi
nýafstöðnu. Hvatti hann þar til samvinnu með öðrum kirkj-
um mótmælenda. í þenna streng, um sameining og sam-
vinnu, hefir verið tekið af mörgum heima fyrir. Margir
hafa líka látið til sín heyra, sem borið hafa kirkjunni á brýn
áhrifaleysi á lífið í iheiminum, og kent því um, að hver kirkj-
an hugsi mest um sjálfa sig og hangi í sérkreddum sínum,
sem ekkert geri til þó stungið sé undir stól; því að í öllum
meginatriðum sé kirkjan sammála.
Hreyfingin hefir líka náð til lútersku kirkjunnar hér í
landi, eins og forseti kirkjufélagsins, síra Bjöm B. Jónsson,
er þegar búinn að skýra frá. Og mun það hafa glatt oss alla.
En hér er hætta á ferðum; sú, að maður láti hér sem oft-
ar iskifta um tvö homin, — fari úr öfgum og sérgæðingsskap
einstaklingsstefnunnar og sundrungarinnar, og yfir um í öfg-
ar og fimibulfamib góðlætis-tilfinninga sameiningarinnar, er
sameiningarinnar vegna strikar yfir allar trúarlegar merkja-
línur, sem helgar hafa verið taldar af vorum trúuðu feðrum
og þeir fómað sjálifum sér fyrir.
Vitaskuld eigum vér ei að halda fast við neinar slíkar
merkjalínur aðeins af virðingu fyrir feðrum vorum, hvað
mikið, sem þeir hafa lagt í sölumar þeirra vegna. peir elsk-
uðu sannleikann, og vegna hans fórnuðu þeir. Vér eigum að
elska sannleikann og vegna hans að fórna oss, en ekki að
fórna honum þæginda vorra vegna, eða til þess að þóknast
mönnum. Sannleikurinn er Guðs, og hann hefir trúað oss
fyrir honuim. Og Guði eigum vér að gera reikning á því,
hvernig vér Ihöfum farið með hann.
f hreyfingum þeim í kristninni, sem orðið haf a til sundr-