Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1918, Page 15

Sameiningin - 01.11.1918, Page 15
269 góðu bragði. Leiðtogarnir 'þuría iþví að ’hafa sem glöggast- an og beztan skilning á sannleika þeim, sem þeir eiga að flytja, og standa >ar sjálfir sem fastastir, ekki eins og staur- inn, sem rekinn hefir verið vel ofan í, Iheldur eins og eikin, sem fær næring úr jörðunni, þar sem hún á rætur sínar. J?á er ekki Ihætt við undanhaldi og uppgjöf af 'hálfu þeirra. Ekki er nóg að vélstjóri viti til ihvers sú vél er, sem hann hefir með höndum, og hvaða gagn hún geri og hve mikils virði hún sé, og kunni að aðgreina hana frá öðrum véluui, eða geti bjargast við að koma henni af stað og láta hana vinna, ef ekkert kemur fyrir. Honum ríður á að skilja sem bezt vélina sína, þekkja ýmsa parta hennar og sambandið þeirra á milli og hlutverk, og svo lögmálið, sem hreyfing hennar stjómast af. Og á þessu ríður honum, til þess að hann geti verið sem ibeztur herra vélar sinnar. Eins er með lækni. Ekki er nóg að hann iþekki nöfn sjúkdóma og kunni að aðgreina >á, og viti um meðu'l þau, er eiga við. Hann þarf að iskilja hvem sjúkdóm sem bezt, orsakir hans og gang, og svo Mka manninn sjálfan sérstaklega, er sjúkdómurinn í það og það skiftið er hjá. Og hann þarf að þekkja samsetn- ing meðalanna og verkun hvers eins út af fyrir sig, og svo verkun þeirra, þegar þau eru samsett, og hver séu 'skilyrðin fyrir því að þau vinni sem bezt. Presturinn þarf ekki síður að þekkja sitt “business”. Hann hefir með andlega sjúkt fólk að gera. Og íhann ihefir meðahð, sem á við isjúkdóm þess. Vitaiskuld þarf hann að þekkja fólkið og sjúkdóm þess, —sjálfan sig og sjúkdóm isinn fyrst —; en þá ríður á að hann ekki aðeins hafi meðalið, — og færi sér það sjálfur í nyt, sér til heilsuibótar, — héldur þekki það sem bezt og kunni að fara með það. Meðalið er orðið, isem Guð ihefir gefið oss. Sannindin til sáluhjálpar, sem Guð þar birtir oss, eigum vér að flytja. Ekki aðeins sumt, — það, sem oiss kann að vera ihugðnæmast og þykja skemtilegast að flytja og fólki ánægjulegast að heyra, til þesis að vér getum orðið “pópúlerir”, eða komið oss í mjúk- inn hjá fólki. Alt Guðs ráð eigum vér að flytja. Hann hef- ir ekki gefið oss ráð sitt, og falið osis það, til þess að vér skul- um vínza úr það, sem oss finst að eigi bezt við oss eða ihafi sem notalegust áhrif á oss, og muni hafa á aðra. Ekkert, sem ihann hefir opinberað um ráð sitt, oss mönnunum til frelsunar og Mfs, er þýðingarlítið, því síður þýðingarlaust, sem vér svo eftir geðþótta getum strikað yfir, ef fjöldi t. d. heimtar það, til góðs gengis og samkomulags í kirkjunni, af því hann álítur það óþarft og auka-atriði og til sundrungar.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.