Sameiningin - 01.11.1918, Qupperneq 16
270
pegar annað eins er gert, bæði það að fólkið heimtar að
úr sé felt ýmislegt, sem ekki á að vera nauðsynlegt, og prest-
ar svo gera það, þá kemur -það til af vanþekking og skorti á
skilning á trúarlegum sannindum. pess vegna er ]?að svo á-
ríðandi, að presturinn þekki þau sem ibezt og skilji, ekki að-
eins fyrir lestur isinn, heldur líka fyrir lífsreynslu sína. pá
verður ei um undanhald og uppgjöf að ræða af hálfu hans.
Nú imætti segja, að nóg væri að þekkja og skilja heilaga
ritningu sem bezt, því að orð ihennar væri það, sem prédika
ætti. Engar trúarsetningar — dogmur — þyrfti eða trú-
fræði. pað alt sé aðeins til þess að sundra. En alt, sem að-
skilur, þurfi að forðast.
En ihvað eru trúarsetningar eða dogmur? — pegar eg
nefni dogmur, þá er sem eg sjái suma, er þeir tala um dog-
mur. peir verða svo ihnakkakertir og brúnaspertir, og með
svo mikla bringufylli, að þeir minna ósjálfrátt á páfugl eða
kalkúna — turkey. peim finst þeir vera svo langt hafnir
upp yfir islíkt. — En hvað eru eiginlega dogmur?
Kenningar kirkjunnar, þær, sem hún hefir fundið í Guðs
orði. Mætti líka segja: Kenningar Guðs orðs, eins og
kirkjan hefir tekið við þeim. pær eru blómknapparnir, sem
Guðs orð hefir skotið og kirkjan hefir tínt. pær eiga þar
rót sína. par er jarðvegur þeirra. par eru þær sprotnar.
En ihvað er þá trúfræðin, — Tilraun mannsandans
kristna til þess að skilja og gera sér sem bezt grein fyrir þvi,
sem kirkjan á í trú isinni. Að sjá og gera sér grein fyrir
sambandinu milli ihinna ýmsu atriða trúarsannindanna og
samhengi þeirra.
Kristinn maður er trúaður imaður, en hann er líka hugs-
andi maður. En það er ekki fyrir hugsun sína, að hann er
kristinn maður, heldur fyrir trú sína. Andleg lífsþörf hans,
vakin af anda Drottins, gerði það, að hann greip í trú náð
Guðs í Jesú Kristi og lífið í honum, sem Guð bauð honum,
eins og hungraður maður grípur, vegna hungurs síns,
matinn, sem honum er boðinn, en ekki vegna hugsunar sinn-
ar um samsetning fæðunnar og skilnings á næringarhlutföll-
uim efna ihennar. En af því kristinn maður hefir ekki af-
neitað hugsun sinni, eða lagt hana eins og upp á hyllu, en
þarf að hafa 'hana með sér í trú sinni, þá hugsar ihann um það,
sem hann í trú sinni hefir eignast, og teitast við að gera sér
sem bezt grein -fyrir því. Maður með hungrið í sál sinni eft-
ir brauði lífsins, sem Jesús Kristur veitir,—og í allra sálum
situr það hungur, þótt þær viti ekki af, — en sem vill ekki
þiggja það brauð, af því hann vill ekki kannast við, að hann