Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1918, Qupperneq 17

Sameiningin - 01.11.1918, Qupperneq 17
271 þurfi þess, en talar þó um kristindóminn, eins og hann þekti hann, og hafnar honum, af því hann þykist hugsa svo vel og frjáJlst, — hann minnir á orð eftir vitran mann, Wílson for- seta, sem nýlega er haft eftir honum, út af matarskortinum hjá pjóðverjum og þörf á matarhjálp til þeirra, — hann seg- ir: “Hungrað fólk, sem ekki fær mat, verður brjálað.” Nú um 19 aldir hefir kristin hugsun verið að glíma við kenningar kirkjunnar, og reynt að gera sér hugsanlega sem bezt grein fyrir þeim. En nú á ált það að haf-a verið ónýtt og óþarft verk. Yfir alt það á að strika, sem Ihugsun krist- ins mannsanda hefir unnið og áorkað um allar þessar aldir, af því ihópar af tilfinningaæstum hermönnum og miður ró- legum herprestum á blóðvelli, heimta það. Eg er ekki að segja þeim þetta til lasts. Umheimur þeirra er sMkur, að ekki má heimta jafnvægi og ró í allri hugsun þeirra. Öðru máli er að gegna um þá, sem heima fyrir eru, þótt öllum sé raun- ar ihætta ibúin á því að glata ndkkru af jafnvægi nú, eins og sakir standa. En hugsum oss — andi Guðs á ekki að hafa verið með í starfi hinnar kristnu hugsunar allar þessar aldir; en hann á að vera með í hinni tilfinningaæstu hugsun hermanna og ann- ara, sem stendur líkt á fyrir! Manni finst að það væri að snúa við hinu dýrðlega orði Drottins, er segir frá í 1. konb. 19, þegar drottinn birtist Elia hjá Hórebs fjalli. par stend- ur, eins og kunnugt er: “Drottinn var ekki í storminum. . . . . Drottinn var ekki í landsskjálftanum,. . . Drottinn var ekki í eldinum, en hann var í blíða vindblænum”. Nú ættum vér þá í staðinn að lesa: Drottinn var ekki í blíða vindblænum, en Drottinn er í storminum og landskjálftan- um og eldinum! Verið algáðir, segir postulinn. pað var orð, sem átti við þá, og þurfti þá að brýna fyrir kristnum mönnum. pað er ekki síður orð til vor nú, og þarf að brýna fyrir oss. En það er ekki að vera algáður, að láta berast út í iðu æstra tilfinn- inga og glata jafnvægi hugsunar sinnar, og svo að varpa fyr- ir borð því, sem kristin hugsun hefir grætt um 19 aldir, með því að grafa í gullnámu Guðs orðsins. Oss prestum ríður því á því, að vera algáðum hér, svo að ekki verði ihjá oss undanhald og uppgjöf, heldur viðnám og sókn áfram í krafti Drottins. En þá þurfum vér að eignast sem glöggastan skilning á því, sem áunnist hefir, og kirkjan hefir eignast fyrir hina kristnu hugsun liðinna alda, og líka með þann ávinning, að eignast sem mesta og bezta festu sannfæringar og lifs í Guðs orði. En hrópið til kirkjunnar

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.