Sameiningin - 01.11.1918, Síða 20
274
mæti guiisins, ef það lægi eins og sorp fyrir fótum manna
allstaðar? Eins er um alt sem indælt er og dýrmætt, Drott-
irm sparar iþað við osis, af eintómri mildi, til þess að vér lær-
um þeim mun betur að njóta gjafanna.
Skoðum þetta vel. pað er betra að finna til þorsta á
hverj um degi og geta svo fundið ihvað svalavatnið er indælt
og herssandi, iheldur en að finna aldrei til þarfarinnar og hafa
svo aldrei yndi af gjöfinni. Betra að geta teigað í sig milt
og ferskt vorloftið, geta glatt sig á vorgróðrinum að eíns
einu sinni á ári, og það örstuttan tíma, að geta svo notið
vorsins árið um kring, ýmist í endurminning eða tilhlökk-
un,heldur en að hafa þá árstíð altaf hjá sér, og vita svo aldrei,
hversu óumræðileg blessun er fólgin í hverri vorkomu. Seg-
ir þú um einihverja gjöf skaparans: “Eg naut hennar ekki
nógu lengi,” þá er þetta svar lífsins: “pú áttir að njóta
hennar þeim mun betur, og ekki aðeins á meðan hún var hjá
þér, heldur líka fyrir og eftirá”. Söknuður og eftirvænting
eru tveir kennarar, sem maðurinn kernst ekki af án. peir
kenna þér að njóta lífsins í hug og hjarta, fremur en með
skilningarvitum, að fagna hverri blessun fyrirfram, áður en
hún kemur, að hlúa sem bezt að áhrifum hennar í hjarta
þínu, eftir að hún er farin, að verða margfeginn hverju því
auignabliki, sem hún hinkrar við hjá þér. Er ekki sú tilhög-
un betri, iheldur en ef oss væri íeyft að baða ihugsunarlauist í
öllum miskunnsemdum Drottins, án þess að finna nokkuð til
þeii*ra ?
Haustfriðurimn minnir oss á annað um leið og hann f jar-
ar út. pú átt ekki að leita eftir gæzku Guðs í blíðum árstíð-
um einum, eða í meðlæti lífsins. Kærleikur skaparams er al-
staðar nálægur, eins og skaparinn sjálfur.
“Hvert vor og sumar vottar elsku þína
og vetrar frost og byljir einnig sýna
þitt gæzkugeð.”
Indælt er vorið, fagurt er sumarið, blítt er haustið, en
veturinn er líka dýrmætur; hann stælir, hressir, fjörgar;
hann Ihreinsar sálina. Hann hefir sína tign, sína ströngu
fegurð, til að gæða þér á. Manstu, hvernig þú fagnaðir
frostinu, þegar þú varst bam; ihvemig æskuhitinn í sjálfum
þér færðist í aukana, þegar hann mætti þessum glímukappa,
vetrarkuldanum, hvernig sú glímu-hugsun færði nýtt líf í
hverja taug? Manstu, hvað það var gaman að leika sér á
svellunum og snjósköflunum, að skjótast út í sjálft hríðar-