Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1918, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.11.1918, Blaðsíða 21
275 veðrið og bjóða storminum byrginn ? Veturinn vekur gleði í hverri ungri sál, hreina, ihressandi gleði. Ef líðandi haust- ið skilur ekki annað eftir hjá þér en 'hroll og kvíða, þá er sál þín á undanhaldi, hún er þá ekki lengur ung, þú ert byrjaður að deyja. Veturinn er ímynd alls þess, sem kallað er mót- drægt og óblítt. Lífsaflið í isjálf um þér á að fagna hverjum slíkum gesti, eins og glímukappa, sem gott sé að etja við. pað þrek og sá lífsylur er dýrmæt gjöf frá Guði. Drottinn ihefir skapað alla þessa margbreytilegu undra- fegurð hins sýnilega heims úr ljósi og skuggum. Líttu á góða ljóismynd eða fagurt málverk. f hverju liggur fegurð- in ? Hún er -sýnileg fyrir þá sök, að birtan er ekki jafnsterk ailstaðar. Myndin sýnir missterka birtu, missvarta skugga. Við það verða andlitsdrættimir sýnilegir, svipurinn, fegurð- in, sem þú sérð þar, er úr missterkum biendingi ljóss og myrkurs. Væri þar tóm birta, jafn-sterk ailstaðar, þá sæir þú ekkert andlit, ekkert nema hvítan blett. Og eins auðvit- að, ef þar væri engin birta, — nema að bletturinn væri þá svartur. úr sömu efnum er öll sýnileg fegurð. Hún er ekk- ert annað en ljós og skuggi, temprað og blandað saman af dá- samilegum viturleik, og með óteljandi litbreytingum. Jafn- vel litskrúðið í náttúrunni, með allri sinni fegurð og breyti- leik, eru ekkert annað en skuggar eða temprað ljós. peir eru til orðnir á þann hátt, að sumir geislarnir hverfa úr ljósi sólarinnar, þegar það mætir þeim eða þeim Ihlutnum. pann- ig hefir Drottinn af guðlegri algæzku, og imeð dásamlegri, guðlegri snild, jskamtað þér ljósið og blandað myrkri, til þess að augu þín fengi að sjá alla þá dýrð, sem til er í hinum sýni- lega heimi. Hefði Drottinn gefið þér sterka birtu ötempr- aða, og tekið burt alia skugga, þá yrði heimurinn snjóhvít, blindandi breiða fyrir augum þér; þú gætir ekki greint einn hlut frá öðrum, sæir ekki neitt. Og alveg eins hefir Drottinn, af óumræðilegri náð og al- vizku, temprað þér andlega birtu lífisins, skamtað þér blíðuna, ylinn, alt sem þér þykir indælt og gott; blandað það alt sam- an, dapurleik og iskuggum, þrá og söknuði, til þess að fegurð- in í andans heimi færi ekki fram hjá þér. Lít á eitthvað í þeim heimi, sem sál þín telur dýrmætt og þakkar Guði fyrir, og þú munt sjá, að dýrmæti þess liggur í einhverju óskiljan- legu samlbandi sælu og sársauka. Hvort sæla himinsins verður í öllum skilningi ótakmörkuð, skal látið ósagt. En hitt er víst, að á þesisu jarðneska tilverustigi þarf Drottinn að spara við oss blíðuna, til þess að vér getum notið hennar. Eða tökum dæmi af sönglistinni. Sú list er ofin úr sam-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.