Sameiningin - 01.11.1918, Side 25
279
J>iS?” hreytti hann úr sér meö öllum þeim illhryssingi, sem hann
átti til.
“Hvað viljum viö?” endurtók járnsmiöurinn. “Já, hvaö skyldum
við vilja? Viö viljum aö þiö hraðið ykkur norður og niður allir
saman, prússnesku blóðhundarnir, já, ofan i heitasta afkymann!”
Hann færhi sig nær Keltner og barði hamrinum ofan í vinstri lófann
á sér annað veifið, til áherzlu. “En svo er nú víst þetta til heldur
mikiils mælst, svona í bráðina. Jæja, hvað viljum við þá til bráða-
birgða ? Eg skal segja þér það, Prússi. Við erum auösveipnir, vilj-
um iþað eitt, sem þiS viljið. Óskmm, að þið fáið allan ykkar vilja
meö rentum og renturentum! Þiö vilduð stríð, þið vilduð róstur og
blóð. Hana 'þá, við viljum það líka; viö viljurn að þiö fáið fylli ykkar
af þeim krásum, að þeim verði þjappað ofan í ykkur þangað til þið
kafnið af offylli; að blóöiö flæði, þangað til ykkur er blætt út; að
ránin og ofbeldisverkin haldi áfram, þangað til húði-nni er flett af
sjálfum ykkur. Þið vilduð skelfa menn með ógnum og grimd; gott
og vel; magnist þær vofur, þangað til þið bliknið sjálfir af ótta og
veinið eftir vægð! — Hvað viljum við? Sapristi! Þetta viljum við,
þetta og miklu meira, ykkur til handa.” Hann þagnaði augnablik og
reyndi að stilia sig. “En fyrir sjálfa okkur, þá viljum við einhv’ern
snefil af mannréttindum; okkur geðjast ekki að réttvísinni ykkar; við
viljum ekki eiga von á því á hverju augnabliki, að vera brytjaðir nið-
u-r eins og hráviði, rannsóknariauist, fyrir engar -sakir. Við viljurn
að hver maöur sé óhultur í þessu þorpi, þangað til einhver sök er
sönnuð á hann. Og ef þ-að fæst ekki, þá varið ykkur! Viö erum ekki
allir dauðir enn, og við deyjum ekki af tómri hræðslu. Þið getið tekið
okkur af lífi, en þið getið ekki neytt okkur til að láta líftóruna gefins,
þó við séum vopnlausir. Það verður ykkur dýr auðsveipni, sem þið
hræðið i okkur með tómri grimd. Viö getum —” Lengra komst hann
ekki, því tv!eir prússneskir hermenn gripu hann, og annar þeirra tók
fyrir kværkar honum.
Járnsmiðnum hafði aukist reiðin við hvert orð. Hann hafði fært
sig nær og nær ofurstanum; það var komin hótun í hamarsveiflurnar
og hópurinn var farinn að ókyrrast, þegar Keltner, sem fyrst hafði
oröið sem þrumulostinn yfir þessari dirfsku, gaf mönnum sínum
visbending og lét umkringja allan hópinn prússneskum byssustingjum
áður en nokkurn varöi.
Nú voru það bæjarmenn, sem stóöu höggdofa. Þáð sló í dauða-
þögn i safnum. Keltner rak upp kuldahlátur. “Svo þið komuð til að
færa okkur heillaóskir út af sigurvinningunum. Fallega hugsað. Nú
s-kal eg sýna ykkur, aö við Þjóðverjar kuniium að rneta slikar heim-
sóknir. Komið með fanga númer eitt!”
Tveir hermenn fóru út. Þögnin varð geigvænleg. Eitthvað ilt
var á ferðuni, en bæjarmenn v'issu ekki hvað það var. Að vörmu spori
komu hermennirnir aftur með prestinn á milli sín. Babraut var lítið-
eitt fölari, en hann átti að sér; djúp alvara skein úr andlitinu, eins og
hann hefði stöðugt veriö á bæn síðan hann va-r settur í hald. Hann
hélt katólskri bænabók —- breviarium. Herm-ennirnir staðnæmdust