Sameiningin - 01.08.1919, Blaðsíða 1
^ami'Ínmgin.
ilánaðarrit til stuffnings kirlcju og kristindómi íslendinga
gejiff út af hinu ev. lút. kirkjufélagi fsl. í Vestrheimi
XXXIV. árg\ WINNIPEG, ÁGÚST 1919 No. 6
Líf eða dauði.
Fyrirlestur, eftir séra N. Steingrím Thorláksson, fluttur á
kirkjuþingi í Árborg sunnudagskvöldið 29. júní 1919.
Herra forseti! Háttvirta kirkjuþing! Heiðraða samkoma!
Að því er snertir nafnið á erindi mínu, þá skal það tekið
fram, að af því verður naumast ráðið, um hvað það á að
vera. Á því að nokkru leyti sammerkt við nöfnin okkar.
pau segja vitaskuld ekkert um það, hvernig við séum eða
hvað úr okkur verði. pað er viðkynningin, sem sagt getur
nokkuð um það. Eins er um málið mitt. pið þurfið að
kynnast því til þess að vita, hvað úr því á að verða, — eða
átti að verða. pað kemur stundum fyrir, að það verður ekki
úr hlutum eða mönnum það, sem átti að verða.
En hvað sem því nú líður, þá var eg samt ögn kvíðandi
út af nafninu. Hélt að það gæti spilt fyrir mér. Datt sem
sé í hug prestur einn, sem var á ferð og ók í vagni. Hann
náði gangandi manni á sömu leið og bauð honum að aka
með sér. Maðurinn þáði það með þökkum. En þegar þeir
eru búnir að aka saman um stund, finst presti, að hann ekki
megi skilja svo við þennan mann, að hann grenslist ekki
eitthvað um sálarhag hans. Spyr hann því mjög hátíð-
lega, eins og nærri má geta: “Ert þú, maður minn, reiðu-
búinn til þess að deyja?” —pað var eins og stungið væri í
aumingja manninn. Hann þaut í dauðans ofboði út
úr vagninum og hljóp burt alt hvað fætur toguðu. Hann
hélt að prestur ætlaði að drepa sig. — Nú, þótt brosa megi
að naglaskap prestsins, þá sýndi hann samt það, að hugs-
unin um sálarhag manna var honum lífs- eða dauða-mál.
Eg hélt nú, að nafnið á erindi mínu kynni ef til vill að
hafa einhver slík áhrif á ykkur, sem kæmuð til þess að