Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1919, Síða 20

Sameiningin - 01.08.1919, Síða 20
176 Fólkið, eða Guð. Suma dreymir fyrir nýjum mannajöfnuði, þar sem eng- inn sé höfði hærri en aðrir; enginn yfir alþýðuna hafinn að neinu leyti — hvorki Guð né menn. Sú tilhneiging, að láta guðdóminn liggja á milli hluta, er mjög sterk hjá byltinga- flokki einum, sem nú sækist eftir völdum. Orsökin er auð- vitað venja sú, sem tíðkast hefir meðal afturhaldsmanna, að mótmæla öllum frelsishreyfingum í nafni Guðs og lög- málsins. En guðlaust lýðveldi hlýtur að enda í stjórnleysi. pegar menn kannast ekki lengur við Guð eða heilagan vilja hans, þá fer svo á endanum, að hver maður verður guð og lögmál sjálfum sér. Stoðunum er kipt undan öllum lögum og rétti, ef guðstrúin verður að blekking í hugum manna. Stjórnarbyltingin franska, sem hleypt var af stokkunum 1 lok átjándu aldar, strandaði einmitt á þessu skeri. Hún reis öndverð gegn óhæfum ríkistrúarinnar, eins og eðlilegt var, og umbyltingin varð öfug og til óheilla. pegar út í þann algleyming var komið, að tákn skynseminnar var dýrkað í Guðs stað, þá hratt hún frá sér öflugustu lýðstjórnar-hvöt- inni. pví minna, sem gjört var úr Guði, því meira bar á aftöku-tólinu. Sami leikurinn gjörist nú fyrir augum vor- um meðal Bolsjevika. Einræði alt og harðstjórn vilja þeir bæla niður — og gjörast svo einráðir harðstjórar sjálfir. Með ofbeldi einu halda þeir völdunum. Stefnuskrá þeirra gjörir alla trúar-kenslu útlæga, jafnvel úr prívat skólum. Kirkjan má engum eignum halda. par með er bannfæring sungin yfir allri félagsskipun trúarlegri, allri trúboðsstarf- semi. öll tilraunin er neikvæð; hún á enga jákvæða hugsjón — í trúarefnum að minsta kosti — og gefur enga von um breyting til batnaðar. Lýðstjórn þarf á betri og sannari mönnum að halda heldur en nokkurt annað stjórnarfyrir- komulag. Réttindin sem hún veitir fela í sér borgaralegar skyldur. Skyldan er vanrækt, þegar dygðina vantar. Dygð- in er kraftlaus, þegar Guð vantar. Hvergi er meiri þörf á Guði en í lýðstjórnar-löndum, þar sem réttindi eru flest og almennust. Eigi því þessi nýja frelsisöld að uppfylla vonir manna, þá má ekki lýðstjórnarhugmyndin verða viðskila við staðfasta trú á eilífan Guð, réttlátan og kærleiksríkan. Maginn eða sálin? Viss flokkur hefir lengi barið það blákalt fram, að menningin öll saman hvíli á matarþörfinni. Mannkynið hefir verið skoðað frá lágu sjónarmiði og þaríir sálarinnar

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.