Sameiningin - 01.08.1919, Page 27
183
Einn af Ásum var vondur; hann hét Loki og kom altaf
fram til ills. Hann öfundaði nú Baldur af því, að ekkert skyldi
vinna honum mein, og hann tók á sig gerfi gamallar konu og
fór að finna Frigg. Frigg spyr gömlu konuna hvort hún geti
sagt sér hvað Æsir séu nú að gjöra. “Já”, svaraði gamla kon-
an, “það get eg sagt þér; þeir eru að skemta sér við það, að
henda alls konar vopnum á Baldur, en þau vinna honum ekkert
mein.” “pað veit eg vel”, svaraði Frigg, “að hvorki gjöra vopn
Baldri mein, né heldur nokkuð annað; allir hlutir hafa unnið
eið að því, að meiða hann ekki.” “Er það virkilega satt”, svar-
aði gamla konan, “að allir hlutir hafi unnið eið að því, að
gjöra Baldri ekkert mein?” “Já”, svaraði Frigg, “þeir hafa
allir gjört það, nema lítill kvistur, sem vex fyrir austan Valhöll
og heitir Mistilteinn; mér þótti hann of ungur til þess að taka
eið af honum.” Nú vay Loki búinn að fá að vita það sem hann
vildi, og hann flýtti sér að ná í Mistilteininn og fór svo aftur
þangað sem Æsir voru áð skemta sér.
Utarlega í hópnum stóð einn þeirra, sem hét Höður; hann
var bróðir Baldurs; en hann var blindur, og gat þess vegna ekki
tekið þátt í leiknum. Loki gengur til hans og segir: “Hvers
vegna skýtur þú ekki neinu á Baldur, eins og hinir?” “pað
kemur til af því”, svaraði Höður, “að eg sé ekki hvar Baldur
er; og svo er eg líka vopnlaus.” “pú verður að gjöra eins og
aðrir”, segir Loki; “eg skal sýna þér hvar hann stendur, og
hérna er kvistur handa þér að skjóta.” Höð grunaði ekki
nein svik, og gjörði eins og Loki sagði honum. Mistilteinninn
flaug í gegn um Baldur, og hann datt dauður til jarðar.
pegar Æsir sáu hvað skeð hafði, urðu þeir fyrst orðlausir
af skelfingu og hrygð, og svo fóru þeir allir að gráta. En þegar
þeir voru nokkuð búnir að jafna sig, spurði Frigg hvort þar
væri enginn, sem vildi fara til Heljar (hún ríkti þar sem þeir
dauðu voru) og reyna að fá hana til að sleppa Baldri og lofa
honum að fara aftur heim til Ásgarðs. pá gaf sig fram einn
af bræðrum Baldurs, sem hét Hermóður, og bauðst til að fara.
Óðinn lét sækja hestinn sinn, sem hét Sleipnir, og Hermóður
steig á bak honum og lagði af stað.
Nú fóru Æsir að hugsa fyrir útför Baldurs. peir báru lík
hans niður að sjó, og lögðu það í stórt skip, sem Baldur hafði
átt, og kallað var Hringhorni. En þá bar sorgin Nönnu, konu
Baldurs ofurliði, svo að hún datt niður dauð. peir tóku lík
hennar og lögðu það í skipið hjá líki Baldurs, og kveiktu svo í
skipinu. pað var siður í fornöld, þegar lík voru brend, að leggja
á bálið ýmsa dýrgripi, þeim látna til heiðurs. Óðinn lagði nú
á bálið gullhring, sem hét Draupnir, og sú náttúra fylgdi, að
níundu hverja nótt drupu af honum átta gullhringir jafnþungir.
Hestur Baldurs var líka leiddur á bálið með öllum reiðtýgjum.
Nú víkur aftur sögunni til Hermóðs, sem hafði verið send-
ur til Heljar. Vegurinn þangað var kallaður Helvegur. Her-