Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1919, Qupperneq 21

Sameiningin - 01.08.1919, Qupperneq 21
177 hafðar útundan. Hvar sem menn leggja trúnaS á þessa magaspeki, þar fer stéttarígurinn í algleyming. Lifi menn á brauði einu saman, þá sjá menn ekkert æðra að berjast fyrir. Mennirnir komast auðvitað ekki af án fæðis, klæða eða húsnæðis, en leggi þeir áherzluna sýknt og heilagt á þetta þrent, þá þroskast þeir niður á við og bíða tjón á sálu sinni. Vér stöndum nú á dögum í þeirri hættu, að jarðnesk- ir hagsmunir verða undirlögin undir hverju nýju lýðveldi. Og hvert það ríki, sem svo er grundvallað, hleypir eigin- girninni í algleyming og verður sjálfu sér sundurþykt, þeg- ar fram líða stundir. Enn í dag telja verkamannafélögin ekki meira en tæpa átta af hundraði allra verkamanna í landinu, segir Scott Nearing. f höndum þessa smáa flokks eru öll pólitísk völd 'verkamanna, allar réttarbætur þeirra frá honum komnar. Utan við þennan hóp standa miljónir verkamanna félagslausir, og hafa engan talsmann. Sönn lýðstjórn verður að taka jarðneska hagsmuni með í reikn- inginn, verður að sjá þeim pörtum almennings borgið, því að sálin á rétt á heilbrigðum líkama, en ekki af þeirri ástæðu, að heilbrigður líkami sé það eina, sem nokkru varðar. J?að er hlutverk trúarbragðanna, að tala máli þessara miljóna, sem stjórnmálamenn og löggjafar láta nú sitja á hakanum, af því að þær eru ekki bundnar félagsböndum. Kirkjan verður að krefjast jafnréttis fyrir alla menn í nafni föðurs- ins, sem skapaði þá, og í nafni Krists, sem frelsaði sálirnar og læknaði líkamleg mein manna. Fyrir Krists daga hafði enginn frelsisdraumur tekið hærra flug en það, að í sjálfri fyrirmynd allra lýðvelda hlyti menn að skiftast í stéttir og flokka með ójöfnum réttindum. pað var Kristur, sem sagði: “Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni?” Jesús Kristur endurleysti sálir manna, og opnaði þeim hinn rétta veg að frelsinu — sannleiks-veginn. Ef nýja öldin, sem nú er runnin upp, lætur stjórnast af einni saman hagsmuna- hvötinni, og láti hún hróp sálarinnar eins og vind um eyrun þjóta, þá hrekjumst vér út í nýjan þrældóm. pað er sálin, sem á endanum frelsar líkamann. Vinarbréf sitt hið góð- fræga til Fílemons sendi Páll postuli með þræli, sem strokið hafði frá Fílemon til Róm. En hann bað eigandann að taka á móti þessum þræli sínum eins og bróður. pegar eigandinn skoðar þrælinn sem bróður sinn, þá er hann ekki lengur eig- andi, og hinn ekki þræll hans. Kristindómurinn leggur aðal- áherzluna á andann og leysir fjötrana innan frá. Hann get- ur aldrei sætt sig við þá heimspeki, sem heitir maganum

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.