Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1919, Page 31

Sameiningin - 01.08.1919, Page 31
187 og huggunarríkt, og boðar frelsun öllum, sem iðrast og trúa (Sálm. 19, 12. 13; 5. Mós. 27, 26; 2. Mós. 20, 5; Heb. 4, 12; Lúk. 4, 18. 21; 1. Tim. 1, 15). (7). Hvað er æðst og dýrmætast í orði Guðs? Opinberun Jesú Krists, frelsara vors. í honum opin- beraðist Guð sjálfur í mannlegri mynd (Jóh. 1, 1-14), og megin- mál ritningarinnar alt er um hann, þegar vel er að gáð (Jóh. 1, 46; Róm. 1, 1-5). (18). Hverjir eru eiginleikar orðsins og ágæti? pað er lýtalaust, áreiðanlegt, satt og hreint og óhagg- anlegt; það huggar, hressir, upplýsir og leiðbeinir; varar oss við syndinni og vísar oss á veg lífsins; veitir oss hjálp í freist- ingum, helgar og styrkir oss til alls, sem gott er (Sálm. 19, 8-15; Sálm. 119, 8. 65. 105; 2. Tim. 3, 15-17). (19). Hvernig eig- um vér að nota orðið? Vér eigum að lesa það og íhuga á hverj- um degi (Sálm. 1, 2), leita Drottins sjálfs í orði hans, og læra af honum dýrmæta lærdóma (Sálm. 119, 9-16), geyma sannleik þess í göfugu og góðu hjarta og bera ávöxt með stöðuglyndi (Lúk. 8, 15). Vér megum ekki lesa orðið með sjálfsþótta, eins og vér höfum einkis að iðrast og ekkert að læra (Jóh. 5, 39-47) ; heldur í auðmýkt og sannleiksþrá (Post. 17, 1-12), og með hjart- anlegri bæn til Guðs um leiðbeining. Annars kemur orð hans ekki að tilætluðum notum í lífi voru. Verkefni. 1. Hvernig flokka skuli bækur gamla og nýja testamentisins eftir efni. 2. Orð Guðs og prédikunin. 3. Orð Guðs og tilbeiðsla í einrúmi. XIII. LEXÍA. — 28. SEPTEMBER. Jesús, frelsari vor og konungur. Yfirlit. Les: Matt. 21, 1-9. 15, 16. Minnistexti: Hósanna Davíðs syni! Blessaður sé sá, sem kemur í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum! I. 1. Hvað er kirkjan? 2. Hvert er starf hennar? 3. Hvað vill Drottinn, að hún gjöri fyrir oss? : 4. Hvaða skyldur hvíla á oss gagnvart kirkjunni? 5. Hvaða gagn eigum vér að hafa af kirkjusókn? II. 1. Hvað eru sakramentin ? 2. Hvernig 6ru þau frá- brugðin öðrum kirkjusiðum? 3. Hvað kendi Jesús um skírnina? 4. Hvað gjörði hann sjálfur, oss til eftirdæmis? 5. Hvað er þá skírnin, og hvað merkir hún? 6. Hvað veitir Guð oss í skírn- inni; og hvaða skuldbinding felst í henni? 7. Hvers vegna telj- um vér rétt að skíra ungbörnin? III. 1. Hvað kendi Jesús um kvöldmáltíðina? 2. Hvað er þá kvöldmáltíðin og hvaða blessun veitir hún oss? 3. Hvaða skilning leggur kirkja vor í orðin: “petta er líkami minn” og “petta er blóð mitt”? 4. Hverjir mega vera til altaris? IV. 1. Hvernig eiga kristnir menn að lifa saman? 2. Hvað eru samúðar-öflin og einkennin, sem lýsa sér í kristilegu sam-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.