Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1922, Side 8

Sameiningin - 01.07.1922, Side 8
200 inni falið að halda enn áfram viðtali við fulltrúa utanfélagssafn- aðanna meðan þing stæði. En nefndin skýrði frá því á þingi síðar, að hún sæi eigi veg til þess, að leiða málið til lykta nú og var því samþykt að kjósa nýja nefnd til að halda starfinu enn áfram til næsta þings. Voru í nefnd þá kosnir: séra Sigurður Ólafsson, séra Gutt. Guttormsson, séra Friðrik Hallgrímsson, séra Kristinn K. Olafson, séra Björn B. Jónsson, Hon. G. B. Björnsson og Dr. B. J. Brandson. Skal nú með örfáum orðum minst á önnur mál . Skólamálið.—Séra Rúnólfur Marteinsson hefir sagt af sér skólastjóra-embætti; og var skólaráði falið að ráða sérá Hjört Leó til þess að stýra skólanum næsta ár. All-mikill tekjuhalli var áriS sem leið. Samkvæmt bending kirkjuþings, hefir skóla- ráðið beðið séra R. Marteinsson að starfa á þessu ári um sex mánaða skeið að fjársöfnun. HeimatrúboS.—Aðal-atriði þess máls er að Framkvæmdar- nefnd var falið að leita samninga við séra R. Marteinsson um það, að hann taki að sér umsjón heimatrúboðsins og veiti prest- lausum söfnuðum alla þá þjónustu, sem hann má. Prestaskortnr.—-Samþykt að veita, ef á þarf að halda, nemendum styrk til guðfræðináms. Heiðingjatrúboð.—Tillög safnaða i þann sjóS mjög rýr á liðnu ári. Fjárhagsnfend lagði til, að greiddir væri $800 til þess starfs næsta ár, en þing samþykti sömu fjárhæð og síðast, $1,200. Er trúboðinn væntanlegur heim að vori. Útgáfumál.—Út á að gefa “fræðin” í litlu kveri til notk- unar í sd.sk. o.s.frv. Ritstjóri “Sam.” hinn sami og verið hef- ir síðast og aðstoðarritstjóri séra Kristinn K. Olafson. Sd.sk. lexíur, er séra G. Guttormsson semur, eiga að koma í “Sam.” Betel.—Stofnaður til styrktar gamalmennahælisins sjóður, er nefnist “Minningarsjóður brautryðjenda”, eða Pathfinders’ Memorial Fund. Stofnandi hr. Stefán Eyjólfsson að Gardar, með þúsund doll. gjöf. Sjóðurinn á að verða $10,000. Ungmennastarf.—Kosin milliþinganefnd til að koma á alls- herjar þingi til eflingar kristilegu ungmenna- og sunnudags- skóla-starfi. Trúmálafundir.—Mælt með fundahöMum um trúmál í söfnuðunum og leiðbeiningar gefnar um tilhögun.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.