Sameiningin - 01.07.1922, Síða 9
201
National Lutheran, Council.—Safnast hafði á árinu um
1,400 doll. til líknarstarfs í Noröurálfu og afhent Nat. Luth.
Council. Forseti kosinn málsvari kirkjufélagsins í Banda-
laginu
Biblíufclagið.—Less minst, 'hversu stór þakkarskuld vor
er viö Biblíufélagiö brezka og söfnuöir vorir beðnir að styrkja
þaö með fjártillagi.
Samband viS önnur kirkjufélög.—Hreyft í ársskýrslu for-
seta. Mikið rætt á þingi. Falið Framkvæmdarnefnd til und-
irbúnings undir næsta þing.
Starfsmál kirkjufélagsins verða síðar rædd hér í blaðinu
við og við, en rúmið leyfir ekki meira að sinni. Vér viljum al-
varlega ráða fólki öllu í söfnuðunum að kynna sér vel Gjörða-
tók þingsins, sem bráðlega verður prentuð.
Á safnaðaskrá kirkjufélagsins eru nú 57 söfnuðir. Fólks-
fjöldi safnaðanna samtals 7,557. Skuldlausar kirkjueignir eru
152,466 doll. Sunnudagsskólar eru taldir hjá 33 söfnuðum;
kennarar 206; innritaðir nemendur 1,237. ‘Meðlimatala ung-
mennafélaga 430.
Allir embættismenn kirkjufélagsins voru endurkosnir.
Næsta kirkjuþing fyrirhugað í Selkirk, ef þar verður hægt
að byggja kirkju á árinu og hafa hana tilbúna til vígslu, —
annars í Winnipeg.
Þingsetningar-ræða forseta kemur í næsta blaði.
Vestur að Kyrrahafi.
Eftir séra Kristinn K. ölafson.
V. Point Roberts, Vancouvcr og Victoria.
Point Roberts er nes eða skagi, sem liggur út frá megin-
landi Canada norövestur af Blaine. Er sjóleiðin um 16 mílur.
Einungis bláoddurinn á þessum skaga tilheyrir Bandaríkjunum.
Minnir mig, að bann sé á fjórðu mílu, þar sem hann er breið-
astur, en frá norðri til suðurs er bletturinn tilheyrandi Banda-
ríkjunum víst ekki nema tvær milur, þar sem hann mælist bezt.
Samgöngur út á tangann eru aðallega frá Blaine. Fer mótor-
bátur þaðan með póst þrisvar í viku, og flytur einnig fólk og