Sameiningin - 01.07.1922, Blaðsíða 11
203
minni, vegna þess, hversu fiskurinn hefir gengiS til þuröar, en
búskapurinn aftur kominn á fastari fót.
Búskapurinn á Point Roberts er mjög svipaSur eins og hjá
íslendingum í nánd viö Blaine. Stærð jaröanna svipuS og það,
sem aöallega er lögS rækt við, hiS sama. Plafa ýmsir þar falleg
gripabú og þar er lika talsvert af berja- og aldinarækt. Auk þess
hafa allir nokkuS af hænsnum og garörækt. Sem dæmi þess,
hvernig afkoma manna er viS slíkan búskap, má benda á mann,
er frá íslandi kom fyrir tuttugu árum eSa nálægt því. Keypti
hann 20 ekrur af landi og reisti þar bú. Hefir hann nú komiö
sér upp rúmgóSu íveruhúsi og dágóSum útibyggingum, rutt
lándiS, keypt í viSbót 15 ekrur, framfleytt stórri fjölskyldu og
mun þÓ vera aS minsta kosti skuldlaus. Auðvitað er þetta
ráðdeildarsamur dugnaöarmaður, en það sýnir hvaS hægt er.
Eru mörg blómleg íslenzk heimili á Pt. Roberts, og afkoma
manna þar yfirleitt góð. AuðvitaS er bygðin orSin talsvert
gömul, — um 30 ár, síöan þeir fyrstu settust þar aS—, en þaS
er lí'ka mikiö búiS aS vinna þar og marga erfiðleika aS sigra.
Það er góöur bygSarbragur á Pt. Roberts. íslendingunum
og innlenda fólkinu semur vel, 0g meðal íslendinga er gott ná-
gtenni. Félagsskapur er þar töluverður: Öflugt lestrarfélag
á gott safn af íslenzkum bókum; því miður mun það einungis
eða aðallega vera notaö af eldra fólkinu. Svo er kvenfélag og
safnaöarfélagsskapurinn. SöfnuSurinn er nýbúinn að koma
sér upp myndarlegri kirkju, og vígði eg hana eftir beiSni safn-
aðarins og samkvæmt umboði frá forseta kirkjuféíagsibs,
sunnudaginn þann 22. janúar. Hafði verið góS samvinna um
þá kirkjubyggingu, Og átti innlenda fólkiS þar einnig góöan hlut
að máli, en í viöurkenningarskyni! voru haldnar guSsþjónustur
og samkomur um andleg mál í kirkjunni á ensku samhliða ís-
lenzkum guðsþjónustum. HafSi svipað tíð'kast í tíð séra Sig-
urSar Ölafssonar, þvi innlenda fólkiS nýtur engrar sérstakrar
prestsþjónustu. Voru þær guösþjónustur sóttar sérstaklega vel,
og duldist mér ekki, að unga fólkiS íslenzka naut sín þar betur,
en á íslenzkum guSsþjónustum.. Flutti eg tíu guSsþjónustur á
Pt. Roberts, og var aSsóknin góð. — Helzt hefir leitt þar til
dreifingar í andlegum málum, andatrúarhreyfing, er myndast
ihefir utan um íslenzkan miöil þar búsettan. Ekki veit eg,
hvort þaS sannast á mér, að glögt sé gests augaS, en eg leit svo
á, aS fremur mundi fjara en flóð í þeirri hreyfingu þar. — Svo
leizt mér á, að gott mundi vera að vera prestur hjá fóikinu á
Pt. Roberts. Eg kom þar á mörg heimili, og viðtökurnar voru