Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1922, Síða 16

Sameiningin - 01.07.1922, Síða 16
208 lúnu fætur til þess aö komast alla leið inn í hina huldu dýrS í húsi föðursins.” Það er einkenni heilbrigðrar skynsemi, aS hún þekkir eigin takmörk. Vér lifum í trú, en ekki í skoSun. Nú sjáum vér í spegli og ráSgátu, segir Páll postuli. Hjartað kemst að mörgu, sem vitiS fær ekki gripiS. Trúartilfinningin þarf aö taka viö, þegar skilninginn þrýtur, og halda áfram hiklaust samkvæmt leiðbeiningum guðsorðs. Eg óttast, aö mönnum gleym- ist þetta, og rýri oft, hræðilega oft, ýms mikilvæg atriði kristinnar trúar, vegna þess aö skilningurinn fær ekki gripið það; vitiö látið ráða úrslitum 5) þeim málum, sem þvi eru al- gerlega um megn. Frelsari mannanna varar við þessu aftur og aftur. Hann sagði við Pétur: “Nú skilur þú ekki hvað eg geri, en seinna muntu skilja það.” Vitanlega er þetta talað til allra lærisveina Jesú Krists á öllum tímum, þegar rætt er um vandskilin efni kristindómsins. Skirnarsakramentið hafa flokkar manna rýrt hörmulega með því að takmarka skýringu þess við mannlegan skilning. Eitt sinn heyrði eg mann leggja þá spurningu fyrir annan, hvort hann gæti gert sér skiljanlega kenninguna um upprisu holdsins, það sem postulinn nefnir leyndardóm og sem mun að öllum líkindum reynast leyndar- dómur til daganna enda. Hve iðulegt mun það ekki, að rnenn gerast hirðulausir um heilaga kvöldmáltíð af sömu ástæðu, — höfuöiö látið ráða of miklu um skilning þess, en vitnisburður hjartans ekki látinn njóta sín. Og þó rennur upp sú stund í lifi allra manna, að þeir reyna þaö, að mannleg vizka nær skamt og bregst þegar mest á liggur. Þegar komiö er að hinum dimma firöi dauðans, er það hin þroskaða trúarsjón, sem ein er megnug að eygja hina sólbjörtu, blómskrýddu og friösælu strönd handan fjarðarins, þar sem er hvíld búin hinum lúna ferðamanni,— þangað er mannleg skynsemi ekki megnug að flytja anda manns. Trúin veröur þá að sjá manni farborða á hinn helga stað. í rósemi og trausti skal yðar styrkur vera, segir hjá Jesaja spámanni (30, 15). Það er leiðin til sannrar og sælufullrar trúar—í trausti til hans, sem er opihberaöur ásamt sínum ein- genta syni í hans heilaga orði. Faðirinn vitnar um soninn. er hann segir: Hlýðið þér hon- um. Líka segir Jesús sjálfur: Þér eruö vinir mínir, ef þér geriö það, sem eg býð yður (Jóh. 15:14). Þetta er leiðin til lifandi trúar, að gera nákvæmlega eins og herran býður, hvort sem það er skilið eða ekki. Þjónninn getur ómögulega vænzt

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.