Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1922, Síða 21

Sameiningin - 01.07.1922, Síða 21
213 eg ráö fyrir aö haldi áfram hjá oss líkt og var til forna. Er það vel farið. Annað, sem oss var hælt fyrir nokkuö snemma á tíð, var þaS, aS vér værum duglegir stritvinnumenn. Vi5 þetta var al- ment kannast. UrSum vér fyrir þetta dálítiö vinsælir hjá þeim, er ráku þá atvinnu að taka a:5 sér þung og erfiS störf, t. d:. að grafa s'kurði, eða að byggja byggingar úr múrsteini eða grjóti. Á þingi því var landinn venjulega fremstur og mestur. Vildu sumir verkstjórar á þeirri tíð, helzt hafa eingöngu íslendinga til að vinna þyngstu og erfiðustu störfin. Öllum þótti gott að hafa vinnuna, þó hún væri erfið og illa borguð. En snemma vaknaði samt löngun til að læra eitthvert handverk, er bæði væri ofurlítið léttara en versta stritvinnan og um leið miklu betur borgað. Til þessa metnaðar litu enskumælandi iðnaðar- menn heldur hranalega. Vildu, sem von var, fremur sjálfir kunna handverkin, en láta Íslendinga snúast í kring um sig og vinna það, sem þyngra var og miður borgað. Man eg vel frá- sögu eina, er kunningi minn sagði mér fyrir nær 30 árum. ■“Plastrarar” tveir eða þrir (en svo eru nefndir þeir handverks- menn, er lært hafa að setja vegglim innan í hús), voru að vinna af kappi við að “plastra” hús nökkurt. Tveir Íslendingar voru með þeim. Var annar þeirra að tilreiða leðjuna úti,'en hinn að bera hana inn í axlartrogi. Báðir urðu þeir að vinna rösklega, til þess að hafa við. Barst það þá í tal hjá “plöstrurum” þess- um, hve landar væru sprækir til vinnu. í því samtali segir einn þeirra eitthvað á þessa leið: “Já, íslendingar eru ágætir strit- vinnumenn, og það eitt skulum við láta þá hafa.” Hálf-broslegt man eg að mér þótti þýsna snemma á tíð, það, sem maður nokkur sagði við mig í Winnipeg. Hann sagð- ist ekkert skilja i, hve munurinn á íslenzkum piltum og islenzk- um stúlkum væri mikill. Islenzku piltarnir væru allir klunn- ar og durgar að sjá, en íslenzku stúlkurnar væru, nærri allar, alveg ljómandi fallegar. Ekki gat eg með öllu greitt úr þessu vandaspursmáli mannsins, en man hins vegar, að mér þótti heldur betur, að blessaðar íslenzku stúikurnar, með fegurð þeirra og yndisþokka, væru að gera oss íslendinga ofurlítið vinsæla. Eitthvað svipað mun hafa verið rneð vinsældir þeirra frænda vorra, Norðmanna, Svia og Dana, á fyrstu tíð í þessu landi. Sagði Dr. Jón sál. Bjarnason, að fyrst þegar hann var hér vestra, þá hefðu enskumælandi menn i Minnesota og víðar, kallað þá “gripina með atkvæðin”, eða “atkvæðisbæru gripina”

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.