Sameiningin - 01.07.1922, Qupperneq 27
219
kristindórnsins og er enn,; aS hæla þeirri vantrúarstefnu, er
rySja s’kal veg, einmitt fyrir það, hvað hún sé að veröa vinsæl.
'Þaö eina, að fráfalls'hreyfingin sé vinsæl, á aS vera nóg sönn-
un fyrir því, aö hún sé góö. Og vinsældirnar eiga svo sem ekki
að vera mestar á hinum svo kölluðu lægri stööum, heldur á
“allur hinn mentaöi heimur” a8 vera aö háma í sig þetta nýja
andlega fóöur. Og fyrst aö “allur hinn mentaöi heimur” er að
falla fram og tilbiöja líkneskiö, þá er ekki nema sjálfsagt aö
vér, aumingja íslendingarnir, “fáir, fátækir og srnáir”, föllum
fram líka og veitum því lotningu.. Þetta vinsældaskrum um
allar tegundir vantrúar hefir vilt margt gott fólk og gert því
ömetanlegt tjón. Hitt er þó litlu hetra, aö vinsældirnar eru
oftast lognar. Andastefnurnar fáránlegu, sem verið er að
reyna að “snuða” inn á oss íslendinga, eru oft ekki annað en
afdankaðar andlegar flökkukindur, er hyggnir menn vilja ekki
líta við framar. Svo þó að sumt af því æfagamla andlega
skrani, sem nú er verið að pranga út í íslenzkan almenning sem
nýrri og góðri vöru, sé ef til vill eitthvað vinsælt hjá oss, þá er
það ekki svo hjá öðrum, sem meiri reynslu hafa og þekkja
þetta dót ofurlítið betur.
Árið 1863, þ. 19. Nóv., var vígður hermanna grafreitur einn
mikill við Gettysburg í Pennsylvania. Þrælastríðið stóð þá enn
yfir, 0g í grafreit þeim hvíldu jarðneskar leifar mesta fjölda
hinna vöskustu sona þjóöarinnar, er látið höfðu líf sitt í stríð-
inu. Mikill hátiðarblær og alvöru hvildi yfir öllu. Ræðumaður
dagsins var hinn frábæri ræðugarpur þeirrar tíðar, Edvvard
Everett. Hafði hann skipað ýmsar tignarstöður hjá þjóðinni,
t. d. verið forseti Harvard háskólans, fjórum sinnum ríkis-
stjóri í Massachusetts, þingmaður i öldungadeild kongressins,
sendiherra Bandaríkjanna við hirð Breta'konungs, m. fl. Ræða
Everetts stóð yfir í tvær klukkustundir og þótti hann hafa tal-
að frábærlega snjalt. Abraham Lincoln flutti ofurlítinn tölu-
stúf og var að því i fimim mínútur. Sumir kendu i brjósti um
Lincoln fyrir ræðustúfinn, fanst hann hafa verið efnislítill og
næsta lítilf jörlegur í samanburði við hið snjalla erindi Everetts,
og eitt stórblað þeirrar tíðar fór niðrandi orðum um forsetann
og fanst framkoma hans hafa verið hin aumasta. Nú er alt
þetta orðið breytt fyrir löngu. Hin fagra ræða Everetts er
fallin í djúp gleymskunnar fyrir löngu síðan, en ræða Lincolns
við Gettysburg er ein af hinuim dýrustu perlum bókmenta á
enskri tungu, um leið og hún er ógleymanlegur stórviðburður í
sögu þjóðarinnar.