Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1922, Side 28

Sameiningin - 01.07.1922, Side 28
220 Boöskapur vor er ekki langur né margblrotinn. Kirkju- faöir vor Lúetr kallaöi Jóh. 3, 16 “litlu biblíuna”, sem sé, að í því eina versi væri innifaliS alt fagnaSarerindið. Það mun láta nærri. “Svo elskaöi Guð heiminn, að hann gaf son sinn ein- getinn, til þess að hver, sem á hann trúir, ekki glatist, heldur hafi eilíft líf.” Á þessu er boðskapur.vor bygöur. Þessum boöskap er kirkja vor vígö og helguð. Sulmir kenna i brjósti um oss fyrir að halda fast við þenna 'boöskap, en snúa oss ekki að “andagáfum” þeim hinum glæsilegu, er sumir frömuðir þjóð- ar vorrar hafa lýst með mörgulm fögrum orðum í trúarritum og bókum undanfarin ár. Á brjóstgæðunum er samt sem áður engin þörf. Því þegar gleymska og vanhirða hafa fyrir löngu grafið hinar vinsælu villukenningar nútímans, þá verður rétt og hreint fagnaðarerindi Drottins sí og æ hin dýra perla, er aldrei fellur úr gildi. Og ef svo ksdmi fyrir, að einhver gá- laus, komandi kynslóð, skyldi gelyma ræðu Lincolns við Gettys- burg, sem er þó næsta ólíklegt, þá kemur hitt þó aldrei fyrir, að fagnaðarboðskapur Jesú Krists gleymist nokkurn tíma. Hann verður við lýði meðan heimur stendur. Gildi hans er ævarandi. Boðskapur sá þarf þess vegna að verða vinsæll hjá þjóð vorri. IV. Vinsceldir scifaðarleiðtoga og presta. Fyrir mörgum árum kom ungur maður í stórborg nokkurri til manns eins, er lagði fyrir sig að útvega atvinnulausum mönnum vinnu, og taö hann að útvega sér eitthvað að gera. “Hvað vilt þú helzt fá að gera?” var hann spurður. Svarið var þetta: “Eg vil fá eitthvað að gera þar sem vinnan er létt, en hátt kaup.” Maðurinn varð að biöa nokkuð lengi eftir viununni, og beið enn, er síðast fréttist. Œtkki dygði vel fyrir safnaðarleiðtoga vora að setja slíka s'kilmála. Vinnan er oft erfið og vandasöm og kaup venjulega elcki mjög hátt. í gamla daga var kaupið mest goldið í vanþakklæti og illu umtali. Sem betur fer, mun þetta vera að breytast, nema þar sem safnaðar- starfsemin er á mjög lágu stigi. Almennara mun það vera, að góður safnaðarstarfsmaður sé fremur virtur fyrir starf sitt, en að honum sé fundið það til saka. Og hjá enskum almenningi er sá maður miklu betur virtur, sem tekur þátt í einhverri kristi- legri safnaðar starfsemi, en hinn, sem heldur sig með öllu burt frá þeim svæðum. Enda eru langflestir hinir leiðandi og betri enskumælandi menn hér í Vesturheimi ákveðnir kristnir menn og starfandi hver og einn í einhverjum kristnum söfnuði.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.