Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1922, Page 1

Sameiningin - 01.11.1922, Page 1
^ami'tmngin. ilíánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi 1slsndingn gefiff út af hinu ev. lút. kirkjufélagi Isl. í Vestrheimi XXXVII. árg. WINNIPEG, NÓVEMBER 1922 Nr. 11 “Verið minnugir leiðtoga yðar.” (Úr rœSit á afmælisdcgi scra Jóns Bjarnasonar, dr. theol., cftir ritstj. “Sam.”) Fimtándi nóvember er fæðingardagur séra Jóns Bjarna- son, dr. theol. Við höfum sumir sett okkur það, aS minnast leiötogans góða þann dag æfinlega meðan við lifum, með sér- stöku þakklæti til Drottins, og ljúfum endurminningum um vin- inn látna. Fins og Drottinn sendi hina fornu spámenn til þjóöar sinn- ar, þegar þörfin var mest, eins sendi hann dr. Jón Bjarnason til þjóðarbrotsins íslenzka í Vesturheimi, þegar mest var þörf. Eins og Drottinn talaði til Móse út úr logandi runninum, þá liann dvaldi suöur i Midianslandi, og bauð honum aö hverfa aftur til landa sinna og gerast leiðtogi þeirra, eins talaði Drott- inn til séra Jóns Bjarnasonar í eldi þeim, er ávalt brann í hjarta hans, og bauö honum að taka sig upp, þar sem hann dvaldi suð- ur i landi, og hverfa aftur til ættbræðra sinna. Drottinn bauð honum aö fara án tafar norður til íslands hins nýja í Canada, og gerast þar andlegur hirðir og leiðtogi fólksins útlenda og fátæka. Þá ís og snjór lagðist um 'haustið kalda yfir nýlend- una, kom hann meö andans sól og sumar í heimkynni frumbú- anna, þar sem fólkið bjó við hungur og nekt, lamað og þjáö eftir drepsóttir og plágur. Hann kom þangað með tómar hendur og tóma vasa. En hann flutti þó með sér til nýlend- unnar vörur og vistir, sem miklu voru dýrmætari en “stjórnar- lánið.” Hann kom með orð lífsins, færði hungruðum sálum náðarmeðul Guðs. Eins og sannur lærisveinn meistarans nað- verska gerðist hann fátækur til að auðga aðra. Líkama- og sálarkröftum sleit hann í þjónustu bræðra sinna. Þc bar hann sjálfur blessun úr býtum, og nefndi seinna frumbúastríð-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.