Sameiningin - 01.11.1922, Page 8
328
fyrir forystu Mrs. Besant hefir hún náö útbreiöslu á Englandi
og flutst þaöan til íslands.
Eru nú fræöi guöspekinga, eins og C. W. Leadbeater
hefir frá þeim gengiö, lögö fyrir Islendinga í bókinni: Æöri
Heimar.
STÚDBNTAFÉLAGIÐ FIMTW ARA.—Minningarrit.
14. nóv. 1921 varö Stúdentafélagið í Reykjavík fimtugt að
aldri. Var þá gefiö út Minningarrit, er samiö hefir hr. Indriði
Einarsson. Þarf ekki að því aö spyrja, aö ritið sé skemtilegt;
nafn höfundarins nægir sem trygging þess.
“Stúdentar” eru á íslandi ekki nefndir aðrir en þeir, sem
lokið hafa burtfararprófi ('stúdentaprófij viö Mentaskólann,
eöa samskonar skóla erlendis. Svarar félagið því til þess, sem
hér i Ameríku er nefnt: Alumni Association. Vor á meöal
tíðkast að kalla alla námsmenn stúdenta, og stúdentafélög, félög
skólafólksins meðan það er að læra. Ef fylgja ætti íslenzkri
venju, ætti ekki að kalla Stúdentafélag annað en félag þeirra-
er lokið hafa prófi við æðri skóla ('collegesL
Minningarrit Stúdentafélagsins í Reykjavik er aö 'því leyti
ágætt, að það gefur skýra mynd af lífi og starfi félagsins. Þar
er sjálft líf félagsins ekki kæft í tómum tölum 0g skýrslum, sem
enginn man stundinni lengur, eða hefir gaman af. Það er
nauðsynlegt, að eiga nákvæmar skýrslur um hvað eina. En
geyma á þær á hagstofum og í skjalasöfnum, fremur en í alþýð-
legum minningarritum. Sumir vilja hafa minningarrit að sínu
leyti eins og líkræðurnar gömlu, endalausar þulur um ættir, bú-
staði, ártöþ atvinnu o. s. frv. í bókmentum er sá munur
leirs og listar, að annað er dautt efni, en hitt lifandi andi. Að
því leyti er rit það, er hér um ræöir, gott rit, aö í því er lifandi
andi. Líklega má segja, að það sé alls ekki nákvæmt, og niður
röðun efnis ekki sem vísindalegust. En við lesturinn fær mað-
ur það, sem mestu varðar: lifandi mynd. Lesarinn er ekki í
neinum vafa um þaö á eftir, hvernig þessir mentamenn hafi
verið. Það fær lesarinn einnig að horfa á, hversu ýmist flæð-
ir eða fjarar í félagslífi þeirra. Stundum er félagið nær dauða
en lífi; fáir sem engir sækja fundi, og ekkert áhugamál liggur
fyrir. Því ástandi lýsir höf. stundum með sjálfri fundabók
félagsins. Hér koma tvö sýnishorn til gamans:
“5. fundur var haldinn laugardagskvöldið 11. nóv. á
venjulegum stað og tíma.