Sameiningin - 01.11.1922, Síða 10
330
kveSur upp um suma fornmenn. Hann dregur t. d. mjög taum
Hallgeröar Höskuldsdóttur, og telur kana hafa oröit5 fyrir ó-
veröskulduöu lasti almennings. En flest mun þó athugaö rétt
og vel. Einkum eru fyrirlestrarnir um höföingja og afbragðs-
menn þjóðarinnar um og eftir siðaskiftin, fróðlegir og skemti-
legir.'
Höf. er ekki skólagenginn, en hefir aflað sér sjálfur sögu-
þekkingar óvenjulega mikillar. Fvrirlestrarnir eru alþýðlegir,
og ættu jafnvel unglingar, að geta lesið þá sér til gagns. Eru
þeir vel til þess fallnir, að glæða hjá manni löngun til þess, að
fræðast «em bezt um sögu feðra vorra. Það ættu sem flestir
að eiga og lesa þessa fróðlegu bók.
LeiSarvísir um OrSasöfn, eftir Þorfcerg Þórðarson. — Höf.
segir réttilega, að orðabókar-skorturinn sé orðinn þjóðarskömm.
Er nú hafist handa til þess, að draga saman í eitt alsherjar-
safn orð og málshætti úr mæltu máli alþýðu. Eru í leiðarvísi
þessum mörg dæmi um myndun og notkun orða, og skýrt frá
heimilisfangi niargra orðtaka. Vill höf. fá menn i öllum hér-
uðum landsins til þess, að safna á skipulegan hátt orðaforða al-
þýðu, og eru gefnar nákvæmar reglur fyrir söfnuninni. Er
þetta hið mesta þarfaverk og nytsemdar. En vérði svo samin
alsherjar orða'bók, eiga þar þá að standa líka þau orð, sem ein-
ungis gilda á einstökum stað, og hafa þar sérstaka merkingu?
Orðabókahöfundum verður það oft einhver þyngsta þraut, að
greina allsherjarmá' frá staðbundinni málýzku ('colloquialism),
og rithöfundum ekki síður. — Myndi meiga bjóða safninu dá-
litið af vestur-íslenzku? Hún er ekki stórum vitlausari en
dansk-islenzkan sumstaðar.
Æfiminningar, eftir Ivan Turgeniew. Sérprentun úr
Alþýðublaðinu. Þýðandi ónefndur.
Rússneska skáldið Ivan Turgeniew fæddist 1818 og dó
1883. Hann var aðalsmaður að æterni og ólst upp á ættaróð-
alinu Spaskoje Yið rikidæmi og eftirlæti.t í þann tíð voru kjör
rússneskra bænda sem aumust, og var með þá farið sem þræla.
Að loknu háskólanánii og ferðalagi um Evrópulönd, settist
Turgeniew að föðurleifð sinni. Bændunum á jörðum sínum
gaf hann þá hiklaust frelsi, og barðist jafnan síðan gegn bænda-
ánauðinni. Er hann með allra merkustu rithöfundum Rússa.
Saga þessi, Æskuminningar, er ein af smærri sögum hans, en