Sameiningin - 01.11.1922, Qupperneq 19
339
Þá var það, að hin fögru orö frelsarans: “Kornið til mín, og eg
vil gefa yður hvíld”, hljómuðu í eyrum hans.
Orðin hrifu hann, þau gagintóku sálu hans. Hann las aftur og
aftur hinar yfirlætislausu frásögur guðspjallanna, en von og kvíði
börð.ust um yfirráðin í sálu hans. Einhver áhrif af lestri ritning-
arinnar höfðu náð tökum á sálu hans.
Hann dáðist að hinum undraverðu orðum: “Svo elskaði Guð
heiminn” o.s.frv.—Víðfeðmi þessara orða hreif hjarta hans, en þó
fann sála hans ekki frið.
Að síðustu fanst honum stríð sitt með öllu óbærilegt; — honum
virtist sem sig skorti styrk til þess að geta lifað, — en það, að enda
lífsbaráttuna, virtist honum, frá sjónarmiði feðratrúar sinnar,
engin synd.
Um þessar mundir hætti hann opinberri mótstöðu gegn trúboði
því, er skóli hans haf'ði með höndum. Hann var oft á tali við
kennarana, og vildi alt til vinna, að fræðast um andleg efni.
Áður langt leið, barst sú fregn til föður hans, að Sundar væri
í hættu staddur að verða fyrir áhrifum trúboðanna, en faðir hans
trúði ekki, að slíkt gæti átt sér stað.
Eitt kvöld .um þessar mundir, er Sundar var staddur á heimili
föður síns, var það, að honum fanst lif sitt með öllu óbærilegt.
Fanst 'honum sem hann gæti ekki lengur lifað; eftir að ganga í laug,
að þarlendum sið, gekk hann árla til rekkju. Nýja testamentið
hafði hann með sér, og las hann í því lengi nætur; bað hann Guð
Um ljós til þess að lýsa upp rm rkur það, sem honum virtist um-
kringja sig.
Hann las—og bað—, og svefninn ásótti hann ekki; en er skamt
lifði nætur, virtist honum sem dýrlegt ljós fylti herbergið. Hon-
um birtist fögur sýn, — sjálfur Kristur, þyrnum krýndur, virtist
honum horfa á sig angurblíðum augum, og segja við sig: “Hvers
vegna gerir þú uppreistn gegn mér?” “iÞú veizt, að eg er frelsari
þinn.” “Eg lét líf mitt á krossinum fyrir þig.”
Sundar fanst sem hann gæti snert fald klæða hans. Á því
augnabliki eignaðst hann styrk og rósemi, er hann hafði lengi
þráð, en ekki getað fundið fyr en nú.
Nú átti hann vissu í hjarta sínu um það, að hann tilheyrði
Drotni. Hann reis á fætur, og sýnin hvarf, en friður Guðs hefir
frá þeirri stundu fylt sál.u hans. — Hann sagði föður sínum frá
þeirri sælu, er hann var nú aðnjótandi.
Faðir hans trúði honum ekki, en beiddi hann að ganga aftur
til svefns. En þessi nótt, þegar honum birtist frelsarinn þyrnum
krýndi, hefir aldrei liðið honum úr minni. Þá nótt kallaði Jesús
hann til fylgdar við sig; — síðan hefir hann átt að eins eitt um-
talsefni, er heillað hefir hug hans allan, en það er krossinn og hann,
sem þar lét líf sitt syndugum heimi til frelsunar. ('Meirá.)