Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1922, Blaðsíða 20

Sameiningin - 01.11.1922, Blaðsíða 20
340 Bréf frá tslenzka trúboðanum í Kína. til ritstjóra Sameiningarinnar. Án efa hafa ykkur borist fregnir um kirkjuþingið mikla i Shang- hai, svo um það fer eg ekki mörgum orðum. Náin framtíð mun sanna, aS framkvæmdir þess og áhrif öll munu hafa feyki-mikla þýSingu fyrir komu GuSs ríkis í Kína og víSar. En of mikiS gerir “Chinese Recorder” og ýms önnur tímarit og blöS úr “einingar anda” þingsins, því miSur. Svo mikil ítök hafa “new thought” og ýms- ar fríhyggju-stefnur í hugum margra kristniboSa og kristinna Kín- verja, aS viS sjálft lá aS þingheimur klofnaSi í tvent. En ekki hefi eg orSiS fyrir vonbrigSum hér í Kina; aldrei hefi eg veriS hrifnari af kristniboSinu en nú, eftir aS hafa kynst ofboSlítiS áhrifum þess og nokkrum mönnum þess. GuSi sé lof, um alla heimsbygSina kemur riki hans, kemur mjög skjótt. En því má ekki gleyma, aS fyrir Drotni eru þúsund ár eins og einn dagur; því skal ei æSrast; engin ástæSa er til aS æSrast. Ghina Inland Mission er stærsta og, án efa, áhrifamesta félagiS, er starfar aS kristindómsboSun hér, enda hefir því tekist mörgum betur, aS byggja á öruggum grundvelli GuSs orSs, í starfsháttum og starfrækslu. ÁriS 1921 snerust 5,337 Kínverjar til kristinnar trúar fyrir starf þess eina félags. Tvímælalaust telja nú flestir kristniboSar aS afar-áríðandi sé aS kristin kirkja gæti nú skyldu sinnar gagnvart Kína. “AS hika er sama og tapa. “Nozc or never.’’ Eru færS aS því ýms rök; nefna vil eg nokkur: 1. The doors are open.—Nú eru Kínverjar móttækilegir fyrir kristindóm. MeSal kristinna manna heyrist hér nú ein kvörtun, aS eins ein: Verkamenn vantar, kristna starfskrafta, konur og menn. Hér eru tækifærin svo mörg, kröfurnar svo miklar, aS oss er ómögulegt aS sinna öllu. Á kristniboðs-sviSi ('“mission field”) okkar eru 7, 8 eSa 9 miljónir heiSinna manna. Eftir 30 ára starf kirkjunnar, trúa hér nú fáir því lengur, að kristniboSarnir drepi börn, klóri augun úr dauSum mönnum og búi til meSul úr hjarta- rótum og heilum manna. Nú standa heimilin oss opin og hugir og hjörtu margra; koma heiðingjar oft á fund kristniboSanna og biSja þá koma til sín og prédika. Ýmsir hafa orSiS móttækilegir fyrir fagnaðareindiS, vegna þess, aS kristniboðar hjálpuðu drengilega J hungursneyðinni miklu í fyrra. “Christian Herald” sendi kristni- boöi voru allmikla fjárupphæS, enda var hungursneySin hér ægileg; gáfu þá niargir kristniboSar aleigu sína. 2. AllmikiS er fariS að bera á straumum heiSinnnar Vestur- landa-menningar, einkanlega í flestum æSri skólum þessa lands. Bólaö hefir á sterkri and-kristilegri hreyfing, oft samfara æstum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.