Sameiningin - 01.11.1922, Síða 21
341
sósíalisma, meöal stúdentanna, helzt síöastliðið ár; breiöist hún út
með miklum hraða. Hefir hún skorað á alla andstæðinga kristin-
dómsins að ganga í lið með sér. Hefir jafnvel verið i tali, að hefja
ofsókn gegn öllu kristniboði, gera kristniboðana útlæga eða drepa
þá, eins og gert var 1901. — Nú liggur á, því nú er dagur, en nótt
nálgast. Kristniboðar í Japan eru því vel kunnugir, hverj u kristin-
dómslaus Vesturlanda-menning kemur til leiðar, komist hún í veld-
isstólinn í heiðnu landi.
3. Kristinni kirkju er nú meiri þörf, en nokkru sinni áður, á
að leggja stund á að gefa, svo hún fái meira. Vér þurfum að fara
að temja oss trú og hlýðni, svo endurlfgunartímar komi frá Drotni.
Vér þurfum að fara að temja oss alheims-víðsýni og kæleik, er nær
til alllra manna. En fyrst verður að koma afturhvarf til biblíunn-
ar; yfirleitt hafa flestir íslendingar glatað trúnni á óskeikulleik
Guðs orðsins; þar með er víðsýnið glatað. Postulinn Jóhannes
hlýddi röddinni himnesku, er hrópaði; “Stig upp ningað”; og hann
sá mikla hluti og undursamlega. Á sjónarhæðum Guðs orðsins er
víðsýni mikið. Stíg upp þangað ! Ljós opinberunar Guðs er eina
meðalið, er ráðið getur bót á skammsýni manna, þröngsýni.
Vesalings Kína! Guðvana þjóð ! — Hvergi hefir Satan og synd
gereyðilagt fleiri líf manna en hér. iSynd og sjúkdómar haldast á-
valt í hendur og hafa sorg í för með sér. Dýpri niðurlæging,
hræðilegri lesti, er ekki hægt að hugsa sér, en hér á sér stað.
Jafnvel borgirnar fögr.u, sem skína eins og gullið glóandi af gljáa
menningar vorrar, eru eins og hreiður allra illra anda.
Eiginlega hefir verið hér sífeld borgarastyrjöld síðustu árin, og
stjórnleysi hið mesta. Síðast liðið ár voru forsetarnir tveir, tvær
stjórnir, tvö þing með löggjafarvaldi, tveir andstæðir herir. Sem
stendur, er nú enginn forseti eiginlega, og engin stjórn. Þjóðin er
þjökuð mjög eftir alla þessa innri baráttu, og skelfd; almenningur
er einkanlega hræddur við Japan eins og argan flokk úlfa. Ekki
að ástæðulausu. Óeirðum hafa líka ræningja-flokkar valdið, sem
enn þá fara eins og æðandi eldur víða um land. — í byrjun júní-
mánaðar í vor brendu ræningjar all-stóran bæ hér í nándinni;
sátu 4 til 5 þúsund ræningjar um hann í 3 mánuði, en fyrir borgar-
múrinn tókst íbúunum að verja sig svo lengi. Ein aðal-stöð vor er
í þeim bæ; brendu ræningjar hana og hirtu alt verðmætt. Kristni-
boðann þar, ásamt konu hans og ársgömlu barni, og einum kven-
trúboða, handtóku þeir; ætluðu þeir víst að láta stjórnina eða kristni-
boðið kaupa þau út fyrir ærið fé. Skrifuðu þeir bróður kventrú-
boðans, sem er kr.boði í Laahokon, og heimtuðu af honum 10 þús.
skotvopn, ella dræpu þeir systur hans. Eftir fjögurra daga varð-
hald tókst þeim öllum að flýja um nótt; var það mesta lífshætta og
Guðs mildi, að vel fór. Ræningjarnir drápu fjölda fólks. — Fyrir-
gefðu, að þetta varð í lengsta lagi.
Nú höfum við haft sex vikna sumarleyfi; erum um það leyti