Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1922, Page 25

Sameiningin - 01.11.1922, Page 25
345 stefna, þegar viS vinnum fyrir Drottin. dj “KomiS og sjáiö” eru allra fyrstu orSin, sem Jesús talaSi til lærisveina sinna. Þeir komu, sáu og sannfær’Sust. Svo fór og fyrir Natanael, þegar Fil- ippus talaði til hans sömu orðum. Fnginn hefir nokkurn tíma haft önntir eins áhrif persónulega á mennina, eins og Jesús. Að kynn- ast honum persónulega, “koma og sjá”, það er leiðin til kristinnar trúar enn í dag. ej Jesús les manns hjartað eins og opna bók. Það sýna orðin, sem hann talaði við Pétur og Natanael. Sá bjargfastan dug i Pétri, þar sem aðrir sáu ekki nema óstöðugleik og örlvndi. Frelsarinn þekkir hjörtu okkar. f) Ríki Krists byrj- aði á þann hátt, að nokkrir menn komu, hver eftir annan, með vini sína og kunningja til Jesú. Með sama móti þróast ríkið enn i dag. Ekkert getum við betra gjört fyrir vini okkar, en að leiða þá nær Kristi. g) t Kristi rætist draumurinn, sem Jakob dreymdi forð- um í Betel, um stigann, sem náði frá jörðu til himins (1. Mós. 28, 12). Til hliðsjónar: Staðir þeir, sem áður er vitnað til. Sálmar: 180; 59; 66; 253; 44. i 9. LEXIA : Jesús hreinsar musteriS-—Jóh. 2, 13—22. MINNISTEXTI: Ef nokkitr eySir musteri GitSs, mun Guð eyða honum, því að musteri Guðs er heilagt, og það eruð þér — 1. Kor. 3,7. Les: 1. Jóh. 2, 1—12 — söguna um brúðkaupið i Kana. Skönnnu eftir þann atburð, eða nálægt miðjum apríl árið 27, fór Jesús upp til Jerúsalem, til að vera þar um páskana. í for- garði helgidómsins mætir honum ófögur sjón. Þar seldu Gyðing- ar fórnardýr til hátíðarhaldsins, víxluðu peningum — því að út- lendar mvntir máttu ekki koma í guðskistuna — og rökuðu saman stórfé. Sjálfir höfuðprestarnir áttu hlut í okurverzlun þessari; unnu það fyrir svívirðilégan gróða fTím. 3, 8J að trufla guðsdýrk- un fólksins og spilla musterishelginni. Mildi og kærleika guðslambsins sáum við í síðustu lexíu; en hér birtist frelsarinn eins og heilagur vandlætari, með varpskófluna í hendi sér ('Matt. 3, 12J, og hreinsar helgidóminn; rekur okurkarl- ana þaðan út með harðri hendi. Aö Jesús hafi verið blíðan einber og mildin, og ekkert annað, er auðvitað misskilningur. Margir, sem kyntust honum, héldu að hann A’æri Elías, eða Jeremias, eða Jóhannes skírari ('Matt. 16, 14J, en þróttur og strangleiki voru sérstök einkenni þeirra guðsmanna; og þegar við virðum frelsarann fyrir okkur, eins og guðspjöllin lýsa honum, þá sjáum við, að hann er fyrirmynd allra manna i sönnu þreki og manndómi, eins og öllu öðru. Ómenskan sækir eftir engu fremur, en að eiga náðugt. geta

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.