Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1922, Qupperneq 29

Sameiningin - 01.11.1922, Qupperneq 29
349 •að kynnast þeim sannleika, ef hann vildi fræðast um guösríki. Því aö lífiö í Guöi er í því fólgið, að hjartaö verði snortiö, gagntekiö af elsku Guös, en yfir krossinum á Golgata birtist kærleikssólin í hádegisstað. Friðþægingin er dularfult efni, sem mannvitiö skilur aldrei til hlitar; um þaö veröur meira rætt síðar í lexíum þessum. En við skulum láta hugann dvelja viö þann guölega kærleiks eld, sem Jesús Iýsir með ógíeymanlegum oröum í 16. versinu. Þar verður hjartanu hlýtt. “Kristur dó fyrir mig ; eg er hans”____hver sem lifir þessa einföldu játningu, hann er í guðsríki. Að síðustu víkur frelsarinn orðum sínum að misskilningi Gyð- inga um dómstólinn, er þeir hugðu, að Messías myndi setja upp, þegar hann kæmi. Kristur kom til að frelsa, en ekki til að dæma. En svo kemur dómurinn af sjálfu sér, ósýnilegur, eins og ríkið. Sá, sem hafnar Guði og velur vonzkuna, hann er þegar dæmdur; hann hefir valið sér bústað í myrkrinu fyrir utan. Dómar Guðs eru réttlátir; í þeim er engin hefnd; þeir liggja í hlutarins eðli. Guð er er algóður; alt, sem gott er, alt, sem leiðir til blessunar, er í því fólgið, sem hann vill vera láta. Þegar við því hverfum burt frá kærleiksvilja Guðs, þá snúum við baki við allri blessun. — Eorð- umst aðra eins blindni; nálgumst frelsarann, jafnvel þótt við kom- um til hans í miklum veikleika, og á næturþeli, eins og Nikódemus. Til hliðsjónar: Ritningarstaðirnir, sem þegar er vitnað til; les þá vel. — Sálmar: 1; 118; 147. ---------o-------- BÆKUR, sem Kirkjufélagið hefir til sölu: Sálmabókin $1.00, 1.75, 2.50 og........................$3.00 Bíblíusögur, séra Fr. Hallgrímsson.....................0.40. Sunnud. skóla sálmar...................................0.15. Sunnud. skóla kver.....................................0.05. Ljósgeislar, I. og II. hvert.......................... 0.25. Aldamót, III. og XIII., hvert hefti ..................0.50. Áramót, I. og V., hvert hefti.........................0.50. Minningarrit dr. Jóns Bjarnasonar: í kápu, áður 1.25, nú......................0.50. í léreftsbandi, áður 2.00, nú..............1.00. í leðurbandi, áður 3.00, nú..............1.50. Ben Húr, í kápu, 3 bindi, 836 bls., áður 3.00, nú .. .. 1.00. Pantanir allar afgreiðir undirritaður féhirðir kirkjufélagsins Finnur Johnson 676 Sargent Ave., Winnipeg. Sími: B 805.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.