Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1916, Page 2

Sameiningin - 01.08.1916, Page 2
162 séð, að það sem vér nú þörfnumst sérstaklega sé þref um “dogmur”, gamlar eða nýjar. Miklu fremur álít eg, að það, sem líf vort og velferð sé undir komið nú, sé það, að vér, og allur kristinn lýður, leitumst við að tileinka oss t r ú n a s j á 1 f a. Er eg lít á hag og allar ástæður kirkj- unnar hjá oss, dylst mér ekki, að aðal-þörfin, já, hið eina nauðsynlega, er m e i r i t r ú, meiri lifandi trú, meira líf í trúnni og meiri trú í lífinu. Kirkjufélag vort vex með allmiklum hraða út á við. Fleiri söfnuðir bætast við, en vér gátum búist við. Félagið breiðist út, og verkahringur þess hefir aukist mikið hín síðustu ár. Og þau verk hafa nú verið hafin innan félags vors, sem svo eru stór, að stundum fyllumst vér áhyggjum út af því, að vér höfum reist oss hurðarás um öxl. Stofn- anir kirkjufélags vors eru ungar og óreyndar. Vér erum að mörgu leyti að fálma fyrir oss, reyna þessa aðferð og hina, kanna þennan veg og hinn. pó allir vilji jafn-einlæg- lega ná sama takmarki, lízt bræðrunum einatt sitt hvorum um það, hver vegur sé beztur og beinastur að takmarkinu. pá reynir jafnan, þegar svo er, bæði á trúmensku manns og drenglyndi. Vér erum sem félag og sem lítil deild Guðs kristni máttlitlir og fátækir. Vér ráðum ekki yfir neinu því sigur- afli, sem treysta má, að því er til sjálfra vor kemur. Ef til vill höfum vér þó um of stólað á mátt vorn og megin. Ef til vill setjum vér um of traust vort til félagsins og þeirra ytri virkja, sem vér sjálfir höfum hlaðið. En það sem eg með erindi þessu vildi vekja eftirtekt á, er það, að oss er gefið sigurafl, sem er óbrigðult ef vér tileinkum oss það og hagnýtum. Að sönnu veit eg, að það hefir ekki verið ónotað í liðinni tíð, og það, sem unnist hefir, hefir unnist fyrir þann kraft einvörðungu. Ef til vill var það afl sterkara hjá oss áður fyrr, meðan vér vorum enn þá minni og fátækari en vér erum nú, og vorum að byrja starfið og stríðið. En afl þetta virðist mér alt of lítið notað. pað er á mörgum sviðum starfslífsins nú leitað að náttúrlegum öfl- um til að vinna með stórvirki. Náttúruöflin eru beizluð og þau eru notuð eitt eftir annað til þess að koma í framkvæmd því, sem vilji mannsins girnist, en hönd hans ekki megnar. Er eg rita línur þessar, verður mér litið út um glugg- ann á skrifstofu minni. Eg hvíli mig um stund og horfi á sporvagnana, sem þjóta eftir götunni einn eftir annan, hlaðnir mönnum, sem flýta sér af einum stað á annan. Vagnarnir nema staðar, en þjóta svo óðar á stað aftur. f fljótu bragði virðist sem afl það, sem hreyfir þá, búi í þeim sjálfum, og þeir renni skeið sitt eftir vild sinni. En er eg gái betur að, veiti eg því eftirtekt, að hreyfiafl þeirra kem- ur ofan að. Uppi yfir þeim er þráður, sem maður í fljótu

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.