Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1916, Page 6

Sameiningin - 01.08.1916, Page 6
166 kvæma hið ómögulega. Tilfinninga-þáttur trúarinnar er sterkur. Á þann strenginn er slegið aðallega með þeim ýmiskonar trúvakningar-tilraunum (revivals), sem tíðkast í þessu landi og öðrum. j?ar kemur fram bæði gildi þeirra og galli. Galli þeirra er það, að oft er boginn spentur svo fast, að eftir á kemur máttleysi, sem einatt leiðir til ör- væntingar og siðferðis-bilunar. Gildi þeirra er það, að þær sópa burt hismi og hégóma, sem safnast hefir í sál- unni, og fylla hana aftur á móti með nýjum hugsana-eldi og vilja-krafti. Einhver brýnasta þörf samtíðar vorrar og þjóðar vorrar, er skynsamleg og raunveruleg trúvakning, sem rótar öllu tilfinninga-lífi sálnanna, án þess þó að rugla skynsemi hennar eða vanrækja aðalþátt hennar: v i 1 j a n n. pað er með trúna hjá vorri þjóð eins og með stúlkuna í Kapernaum: Hún er ekki dauð, heldur sefur hún. pað þarf að vekja hana. Og Kristur mun vekja hana. pað þykir tízka nú að segja, að vér lifum á vantrúaröld, að andi samtíðarinnar sé óvinveittur kristilegum hugsjónum og fráhverfur kenningum kristindómsins. Svo hefir víst ver- ið að orði kveðið á öllum öldum. pað er staðlaus staðhæf- ing nú. peir eru margir, sem teljast vantrúarmenn og ef- unarmenn, en þó vildu alt til vinna og leggja í sölur alt, sem þeir eiga, ef þeir einungis gætu eignast hinn hulda fjársjóð trúarinnar. En sá fjársjóður er hvorki uppi í himninum, svo þangað þurfi að uppstíga til að höndla hann, né niðri í undirdjúpum, svo þangað þurfi niður að stíga eftir hon- um, heldur í hjörtum vorum, í instu fylgsnum sálar vorrar, og hver sá finnur, sem dvelur í hinum innra heimi, þar sem Guðs ríki og Guðs andi er. í nýja testamentinu birtist oss trúin í allri dýrð. par birtist hún að sínu leyti eins og lífið sjálft, sem ekki er unt að segja hvað er og ekki verður skilgreint, því við hvað helzt, sem ætti að líkja því, væri það alt minna og ekki nema partur af því sjálfu. Páli postula er trúin afneitun sjálfs sín verðskuldunar og tilverknaðar, en traust sálar- innar á Guði í Jesú Kristi, traust, sem er hvorttveggja í senn: verkandi og þolandi, takandi á móti guðlegu afli og breytandi því í athafnir réttlætis og kærleika í dagsdaglegu lífi.' Trúin byrjar með því, samkvæmt kenningu Páls, að maður gefur sig algerlega á vald Jesú Kristi, og hún endar í dularfullu samfélagi sálarinnar við Guð, sem svo er traust og dásamlegt, að hvorki stríðið hér í heimi né dauðinn get- ur raskað því, og í samfélagi þessu er óumræðileg sæla. Hugsjóna-spekingurinn, sem ritað hefir Hebreabréfið, færir trúna inn á svið jarðnesks lífs með himneskum krafti. Hann lýsir trúnni sem sí-skapandi afli í anda mannsins, sem upphefur manninn yfir jarðneska tilveru og

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.