Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1916, Qupperneq 8

Sameiningin - 01.08.1916, Qupperneq 8
farsæld og náð, sem hlaut að yfirbuga alla sorg og synd og smán mannanna. Kristur leit jafnan svo á, að k j a r n i lífsins væri trú- in. Fyrirmyndar-borgarinn í ríki hans er barnið, sem horfir djarft og glatt upp fyrir sig og brosir mót himnin- um. Hvar sem hann verður var við barnslegan anda, verð- ur hann glaður, því þar veit hann fyrir vaxtar-skilyrðin. 0g vöxturinn eilífi er hugsjón hans. Orð hans eru miklu frem- ur orð skáldins, heldur en orð heimspekings eða guðfræð- ings. Hann hefir ekki skilgreint eðli trúarinnar öðru vísi en að birta hana sem dýrðarfult afl, sem öllu góðu orkar. Kristi er trúin lifandi afl. Með því afli sér hann alla vegi færa. Og trúin er honum lykill að heilögu og heilbrigðu lífi. Sá maður, sem lostinn er því dýrðar-afli, fær um leið vald yfir sjálfum sér og heiminum. Með það afl í sér gengur sálin út á móti hverskonar erfiðleikum óhrædd og sigrar hverja synd og þraut. Kristin trú er því um fram alt hetju-andi, og hún laðar til sín þá menn, sem hugdjarfir vilja vera, sem áræða það, að ganga beint út í vatnið, hve hyldjúpt sem það er, að ieita beint upp þrítuga hamrana, hve þverbrattir sem þeir eru, að ganga á höggormum og sporðdrekum, hversu eitraðir sem þeir eru, að leggja sig í faðm dauðans, hversu kaldur sem hann er. Trúin, sem lýsir sér í lífi og dauða Jesú Krists, að því leyti, sem hann var maður eins og vér, er Guðs kraftur tileinkaður sér og hagnýttur til heilags og dýrðlegs lífs, hún er s i g u r a f 1 yfir lífi og dauða. Trúin er svo margbrotíð efni, að henni mætti lýsa á marga vegu. Eg fæ ekki betur skilið en, ef henni á að lýsa í einu orði, þá sé orðið a f 1 réttvalið orð. Trúin er afl, það afl, sem nær til allra eiginleika mannsins og margfaldar krafta hans. Hún gerir manninn atorkusaman og ákafan starfsmann. pað er vert að minnast þess, að allar sannar trúarhetjur hafa verið ákafir starfs- og afkastamenn. “Faðir minn starfar alt til þessa,” sagði meistarinn, “og mér ber að starfa.” Hvílíkur afkastamaður Kristur var! “Alt megna eg fyrir hann, sem mig styrkan gerir,” sagði hinn mikli postuli Krists, sá maður, sem bezt hefir fetað hetjusporin hans. Svipað hefir öllum trúarhetjum verið farið síðan. Vér getum víst ekki allir verið trúarhetjur, vér eigum ekki allir þann innblástur Guðs kraftar, sem auðkent hefir hin andlegu mikilmenni. En vér getum allir verið meiri trúarhetjur en vér erum, og allir átt meira afl, en vér enn höfum tileinkað oss. Vér getum notið meiri trúar, en vér enn höfum fært oss í nyt, og þá afkastað miklu meiru, en vér nú getum. Hver einstaklingur getur orðið miklu hæf-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.