Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1916, Síða 9

Sameiningin - 01.08.1916, Síða 9
169 ari maður til að rækja köllun sína, einmitt með því móti, að legg-ja meiri rækt við trú sína. Og er eg svo lít til félagsins, sem hér tengir oss alla saman, er eg hugsa um kirkjufélag vort og störfin, sem það á að gegna, og er eg hugsa um fátækt þess og veikleika og enn fremur um skoðanirnar vorar sundurleitu, sem dreifa þeim litlu kröftum, sem vér höfum, þá dylst mér ekki, að lífsspursmálið vort eina sé t r ú i n, að sigurvonin vor eina sé sigurafl trúarinnar. Nema vér leggjum á undan öllum öðrum hlutum rækt við trúna, munu allir hlutir hjá oss forganga. pað stoðar ekkert fyrir kirkju Krists, fyrir kirkjufélag vort, að leita annara afla, hversu sterk sem þau kunna að vera á öðrum sviðum. pað hefir ávalt reynst banabiti sérhverrar kirkjudeildar, bæði fyrr og síðar, að ætla sér að vinna sín k i r k j u le g u verk með tilstilli ann- arlegra afla. ]?ar sem átt hefir að gera kirkj una til dæmis að taglhnýting þjóðfélagsins, eða trúna að þernu þjóðernis- ins, þá hefir jafnan hvorttveggju farnast illa. pað er aldr- ei unt að innibyrgja hið stærra í hinu minna. pað kemur í bág við náttúrlegt eðli. pannig verður trúin aldrei und- irlægja annara sálareiginleika, en sjálf býr hún í, magnar og helgar alla eiginleika mannanna. Hún kyndir hina ei- lífu elda og hitar blóðið í öllu æðakerfi mannlífsins. Hún helgar ást móðurinnar og hefur hana upp til hæða. Hún styrkir hönd hreystimannsins, er reiðir sverðið til varnar ættjörð sinni. Hún eykur vit vísindamannsins, sem kafar haf leyndardóma þeirra, sem náttúran geymir. Hún eflir dug starfsmannsins, sem plægir og sáir og uppsker, eða kaupir og selur og framleiðir. Hún gefur djörfung húsmóð- urinni, sem annars myndi örmagnast undir byrði heimilis- áhyggjanna. Trúin er höndin, sem tekur aflið, sem að of- an kemur, og heimfærir það. Trúin er hjartað, sem spýtir blóði lífsins út í alla parta mannlífsins, sjálf lífguð og lif- andi fyrir æða-samband sitt við hjarta Guðs. Eg heyri yður kveina og kvarta einatt, samverkamenn. Sjálfur er eg einatt fullur ótta og kvíða. Öllum finst oss að vér, sem félag, vera undur máttvana. En til þess hefi eg talað í kvöld, að minna oss á það, að það er oss sjálfum að kenna, ef krafta skortir. Afl er oss til boða, almættið sjálft. Höfum vér trú til að taka við því og beita því? Vér höfum skólann og hælið og trúboðið og söfnuðina veika og smáa. Vér stöndum einir uppi, og aðrir vilja oss ekki hjálpa. Hvað skal til bragðs taka, hvert ráð hafa ? Trúa! Ef vér hefðum trú eins og mustarðskorn, myndi oss ekki erfitt veita að flytja fjöllin. Siguraflið er oss til boða. Eina verkið, sem nú er að vinna, er að hefja trúboð inn á við til sjálfra vor. Látum alla andstæðinga eiga sig, látum

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.