Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1916, Side 10

Sameiningin - 01.08.1916, Side 10
170 jafnvel öll vanch'æðin eiga sig, snúum oss að þessu eina, að komast sjálfir að uppsprettu kraftarins hjá lifanda Guði. Gerumst trúmenn! Opnum sálir vorar fyrir lífskrafti Jesú Krists, leyfum hans heilögum anda að streyma inn í sálir vorar. Hirðum hvorki um himin né jörð, eða nokkuð annað en það eitt, að hverfa inn í faðm frelsara vors. Vér erum á vegamótum. Vér höfum fylkt liði og dregið upp marga fána, en vér höfum numið staðar nú til að hugleiða það, hvaða aðal-merki skuli borið fyrir liðinu, hvaða merki skuli valið til að tákna það sigurafl, er vér setjum traust vort til í stríði voru. Hærra og bjartara en sólin sjálf logar á himninum hinn helgi kross. Dýrðar- mynd Drottins ljómar niður til vor. Kristur réttir út hönd sína og letrar þau heilögu orð: In hoc signo vinces. Kraftaverk. Úr ritinu “Sartor Resartus” eftir Thomas Carlyle. Djúp hefir verið þýðing kraftaverkanna og er enn, langt um dýpri ef til vill en vér ímyndum oss. En hins vegar hlýtur spurningin mikla um það efni að verða þessi: Hvað er kraftaverk eiginlega? Frostdingull hefði sjálf- sagt verið yfirnáttúrlegt undur í augum þjóðsögu-kon- ungsins í Síam. Hver, sem haft hefði með sér loftdælu og flösku fulla með vitríól-gufu, hefði sjálfsagt getað gert kraftaverk fyrir þeim konungi. Og hestinum mínum, sem því miður ber enn minna skyn á vísindi, finst honum eg ekki fara með kraftaverk eða töfra, áþekka orðunum, “Se- sam, opnist þú,” hvenær sem mér þóknast að borga túskild- ing og opna fyrir honum toll-hlið? “En er ekki það, sem réttu nafni nefnist kraftaverk, eiginlega brot á lögum náttúrunnar?” spyrja ýmsir. peim hinum sömu svara eg með annari spurningu: Hvað eru lög náttúrunnar? Ef til vill væri mér það alls ekki brot á þeim lögum, heldur staðfesting, ef einhver risi upp frá dauðum; mér væri sem eg eygði þar í fyrsta skifti eitt- hvert miklu dýpra lögmál, sem með náttúrukrafti sínum hefði verið látið á oss hrína, knúð fram af andlegu afli eins og alt annað í ríki náttúrunnar. “En er ekki dýpsta lagaboð náttúrunnar einmitt það, að hún skuli vera stöðug í rásinni?” hrópar nú upplýstur flokkur manna. “Er ekki alheimsvélin sett til að ganga eftir föstum reglum?” Mjög líklegt, vinir góðir. Og meira að segja, eg finn sjálfan mig knúðan til að trúa því um guðdóminn, sem innblásnir fornaldarmenn hafa kent,

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.