Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1916, Qupperneq 12

Sameiningin - 01.08.1916, Qupperneq 12
172 hún er ritsmíðið sannheilaga; sjálfir spámennirnir þykjast vel gera, ef þeir stafa sig fram úr línu hér og hvar. Rannsóknastofnanir og vísindafélög — þau beita sér vask- lega; út úr þessari þéttu, ram-flóknu, saman-tvinnuðu helgirúna-skrift hefir þeim með mestu lægni tekist að hafa saman fáeina stafi í algengu letri og lesa úr þeim nokkrar búhygginda-reglur, notadrjúgar til verklegra framkvæmda. Að bók náttúrunnar sé annað meira en einn slíkur dóma- dags-búnaðarbálkur, eða risavaxin, alt að því ótæmandi matreiðslubók, sem einn góðan veðurdag gefi allan sinn galdur lausan með þessu móti—því láta sér fæstir óra fyrir. Vaninn gerir oss alla gamal-æra. Gæt vel að, og munt þú sjá, að vaninn er mestur allra vefara; hann vefur anda- verum alheimsins loftkend klæði; fyrir þau geta þær að vísu dvalið meðal vor sýnilega, eins og hjálplegir þjónar, á heimilum vorum og vinnustofum; en andlegt eðli þeirra verður þó flestum hulið um aldur og æfi. Heimspekin kvartar um það, að vaninn hafi blekt oss frá upphafi; að vér gerum alla hluti af vana, trúum jafnvel af vana, að jafnvel sannmæli vor hin sjálfsögðu, svo frjálshugaðir sem vér þykjumst vera, sé oftast nær ekkert annað en ó- sannaðar skoðanir, sem enginn hafi mótmælt. Og hvað er heimspekin annað í gegn um þykt og þunt, heldur en lát- laus bardagi gegn vananum; tilraun eftir tilraun til að hefja sig upp yfir svæði blindrar venju, og ná þannig há- marki hugsunarinnar ? óteljandi eru tálmyndir og sjónhverfingar vanans; en þeirra allra er sá grikkurinn sjálfsagt kænlegastur, þegar hann lætur undrið, með endurtekning eintómri, hætta að vera undursamlegt í augum vorum. Satt er það, að fyrir þetta lifum vér, því að maðurinn þarf að lifa ekki síður en undrast; og vaninn hefir í þessu reynst mönnum eins og góð barnfóstra, sem beinir skrefum vorum til sannra heilla. En þessi barnfóstra dekrar heimskulega við oss, eða þá hitt, að vér erum heimsk fósturbörn, og dekrum ofmjög við sjálfa oss, þegar vér höldum sömu sjónhverfingunni á- fram þær stundirnar, sem vér höfum til hvíldar og hugleið- inga. Á eg að stara sljór og sinnulaus á himin-gnæfandi dýrðarundur að eins fyrir þá sök, að eg hefi séð það tvisv- ar, eða tvö hundruð, eða tvö þúsund-þúsund sinnum áður? Enga ástæðu finn eg til þess, hvorki í náttúrunni eða mannlegum listum; nema eg sé þá ekkert annað en vinnu- vél, og hin guðdómlega hugsunargáfa sé mér ekkert annað en það, sem vatnsgufan er gufuvélinni, kraftur til að spinna með bómull og taka fé fyrir. — En djúpsettastir allra sjónhverfinga, til að kefja nið-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.