Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1916, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.08.1916, Qupperneq 14
174 að þeir dönsuðu fram úr grjótnámunni (sem nú er geysi- víð tröllagjá með grænþöktum pollum), 'og löguðu sig í grískar súlur, steinhús og vegleg stræti? Var ekki sá Orfeus þessum meiri, og þeir nafnar aðrir, sem á liðnum öldum tókst með guðlegum söngtónum spekinnar að siða mannkynið? Vor mesti Orfeus gekk um kring í Júdeu fyrir átján hundruð árum; hann hreif og hertók sálir manna með himneskum söng, sem flaut um loftið í frjáls- um sveita-hreim; og af því söngur sá er í sannleika himn- eskur, þá flýtur hann enn og hljómar, þótt nú sé með þús- undföldum undirröddum og indælu samræmi, alt í gegnum hjörtu vor, og stillir þau og leiðir með guðlegu valdi. Er sá atburður tákn og stórmerki, sem yfir gengur á tveim stundum, og hættir hann að vera dásamlegur, ef hann gengur yfir á tveim þúsundum ára? Ekki að eins hefir söngur Orfeusar reist veggi pebuborgar, heldur hefir eng- in borg verið reist og ekkert verk verið gert, sem maðurinn hrósar sér af, nema andagift einhvers Orfeusar hafi komið þar til liðs með söng sínum. Sópaðu frá þér blekkingar-vef tímans. Rendu augum, ef þú hefir þau, frá orsakahreyfingunni fast hjá þér til hreyfandans, sem er langt í burtu. Höggið, sem skilaði sér í gegn um heila vetrarbraut fjaðurmagnaðra hnatta, var það nokkru minna högg fyrir því, þótt ekki væri sleg- inn seinasti hnötturinn að eins, og sendur á flug? ó, gæti eg (með tíma-eyðingar-hjálminum) flutt þig á einni svip- an frá upphafi hverju til endalokanna, hversu yrði þá skýl- unni lyft frá augum þér, og hjartað upptendrað í ljóshafi himneskra dásemda! pá sæir þú, að þessi fagri geimur, þótt litið sé þar á annan útkjálka, er í sannleika Drottins borg, með stjörnuhvelfing yfir, að þar ljómar dýrðar- nálægð Guðs í hverri stjörnu og hverju strái, en skærast þó í hverri lifandi sál. En náttúran, sem er tíma-hjúpur Guðs, opinberar hann vitrum mönnum og hylur hann fyrir heimskingjum. Og aftur, væri nokkurt geigvænlegra stórmerki til, en sönn og ósvikin vofa. Johnson hinn enski þráði það alla æfi, að sjá vofu; en hann fékk það ekki, þótt hann færi til Cock Lane og þaðan niður í grafhvelfingarn- ar og dumpaði á kistulokin. Fávís doktor! Leit hann aldrei í kringum sig með andans augum jafnt sem líkam- ans, á þetta stórstreymi mannlífsins, borgar-þröngina, sem hann elskaði svo mjög? Sá hann jafnvel aldrei sjálfan sig? Sá góði doktor var sjálfur vofa, svo sönn og ó- svikin sem framast varð á kosið, og hart nær miljón vofur gengu ljósum logum um strætin rétt hjá honum. Eg end- urtek það: Sópa frá þér svikavef tímans, þjappa sextíu

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.