Sameiningin - 01.08.1916, Page 17
177
ugt er stefna Norsku Sýnódunnar (Missouri-stefnan, sem
þá var) á öndverðri landnámstíð all-einarðlega á íslend-
inga, átti enda því láni að fagna, að fá þar ágætan og fórn-
fúsan talsmann. En þar stóð sá maður á móti, sem síðar
varð faðir og foringi kirkjufélags vors og hjó það í þann
stein, sem stendur til þessa dags. Áhrif þau, er Norska
Sýnódan hafði í fyrstu, náðu skamt og eru löngu horfin al-
gjörlega. Enda hafa flestir hinna yngri kennimanna í
kirkjufélagi voru verið lærðir við þann prestaskóla (í Chi-
cago), sem allir kunnugir og óljúgfróðir menn vita að fast-
ar flestum, ef ekki öllum, skólum hefir staðið á móti Mis-
souri-stefnunni, og er sóttur af nemendum úr öllum deild-
um lútersku kirkjunnar nema Missouri Sýnódunni.
En um Norsku Sýnóduna er það að segja, að hún hefir
fyrir nokkru slitið sig algjörlega lausa frá Missouri Sýn-
ódunni og undan áhrifum hennar. Aftur á móti hefir hún
horfið þangað, sem aðrir norskir trúbræður standa, enda
var það hinn ágæti formaður Norsku Sýnódunnar, dr. H.
G. Stub, sem bezt gekk fram í því, að koma sameiningu
norsku kirkj ufélaganna til leiðar.
Hauge-Sýnódan er nefnd eftir hinum norska leikpré-
dikara og trúvakningar-manni í Noregi. Var hún upphaf-
lega stofnuð af þeim mönnum, sem nýkomnir voru frá Nor-
egi um það bil, sem áhrifa hans gætti sem mest. Framan
af sérkendist hún lengi af stefnu hans. Var þar aðal-áherzla
lögð á tilfinningaþátt trúarlífsins og áttu leikmenn þar
meiri þátt í kirkjulegum athöfnum en tíðkaðist hjá öðrum
Norðmönnum. En nú er það flest úrelt, sem áður var frá-
brugðið í fari Hauge-Sýnódunnar, og því ekkert því til fyr-
irstöðu, að hún sameinaðist hinum kirkjufélögunum.
Fyrir nokkrum árum var farið að vinna að því í kyrr-
þey, að sameina öll norsku kirkjufélögin. Vitrir menn og
sanngjarnir sáu, hversu kraftarnir voru dreifðir og kostn-
aður við starfrækslu hinna mörgu skóla og annara stofn-
ana var óþarflega mikill. En mestu máli þótti það þó
varða, að allir gætu verið í anda eitt og starfað saman sem
bræður. Guðfræðingarnir fóru að tala saman um trúar-
lærdómana í kyrrþey. Síðar voru nefndir skipaðar af hálfu
allra félaganna. Sátu þær lengi á rökstólum. Ekki var
rasað að neinu, en hægt farið og gætilega, enda enn uppi
gamlir vígamenn, sem hvössum brandi höfðu höggið hver
til annars í hinum gömlu deilum. Ekki var farið í laun-
kofa með nokkurn hlut. Nefndirnar skýrðu kirkju-
þingum jafnóðum frá árangri starfs síns. par kom, að
nefndirnar urðu sammála og lögðu síðan tillögur sínar fyr-
ir kirkj uþingin. Urðu þá þing all-söguleg. En samein-
mgarþráin var óstöðvandi. Eitt eftir annað samþyktu