Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1916, Side 18

Sameiningin - 01.08.1916, Side 18
178 þingin tillöguna um sameiningu: Sameinaða kirkjan fyrstr í einu hljóði, þá Norska Sýnódan með miklum meiri hluta og síðast Hauge-Sýnódan, sömuleiðis með miklum meiri- hluta atkvæða. Verður nú stofnað nýtt allsherjar kirkju- félag Norðmanna, og á nýja félagið að heita Norsk-lúterska kirkjan í Ameríku. Verður tala félagsmanna, yngri og eldri, nær hálf miljón sálna. Sameining norsku kirkjufélaganna hefir vakið almenna ánægju lúterskra manna um land alt, einkum hjá öðrum Skandinövum, og hafa þegar komið fram raddir, sem óska eftir allsherjar sambandi milli allra norrænna lúterskra kirkjufélaga í Ameríku. Blaðið “Lutheran Companion”, hið enska málgagn Ágústana Sýnódunnar sænsku, hefir flutt ritstjórnar-grein, sem gengið hefir blað úr blaði syðra. Vill blaðið, að nú geri Svíar, Norðmenn, Danir, Finnar og íslendingar kirkjulegt samband með sér. Blaðið segir meðal annars: “Væri það ekki æskilegt og nytsamlegt, að Svíar, Norð- menn, Danir, Finnar og íslendingar, innan lútersku kirkj- unnar, tækju til að ráðgera og tala um einhverskonar sam- eining, sem öllum gæti orðið til blessunar.--Engir veru- legir örðugleikar ættu að vera því til fyrirstöðu, að af sam- einingu yrði. íslendingar og Skandinavar eru af sama kynþætti, og Finnar eru knýttir sögulegum böndum við Skandinava fastar en við nokkra aðra. Margt er einnig sameiginlegt í kirkjulífi þessara þjóða, að því er snertir sögu, venjur og helgisiði. Frá voru sjónarmiði er ekkert því til fyrirstöðu, að afkomendur þessara lútersku norrænu þjóða gætu sameinast hér í Vesturheimi, einkum þar sem allir hafa sömu játningarrit og svo að segja samskonar kirkjustjórn.” “Hingað til höfum vér verið fáir og skiftir í smá- flokka. Hefir því hinum stærri deildum lútersku kirkj- unnar verið gjarnt að virða oss sem sögulausa og framtíð- arlausa kirkju, sem að sjálfsögðu myndi eyðast og hverfa, þegar búið væri að breyta móðurmáli voru í þjóðtungu þessa lands. pað hefir alt af verið reynt að gera lítið úr söguleg- um og kirkjulegum arfi lúterskra manna af Norðurlöndum, og ávalt verið leitast við að fá þá til að sameinast hinum stærri deildum. En það var engin tilhneiging hjá lútersk- um norrænum mönnum á nítjándu öldinni, að fylgja dæmi Svía við Delaware á 17. og 18. öld, og því er það að þakka, að nú eru í Ameríku sjálfstæðar lúterskar kirkjudeildir meðal Skandinava, sem telja um miljón meðlima.” Norska blaðið “Lutheraneren” lætur vel yfir uppástungu þessari, og jafnvel dagblöðin syðra taka hana til meðferð- ar. Hér er fram komin hugsun, sem búið hefir í brjóstum

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.