Sameiningin - 01.08.1916, Side 19
179
einstakra manna áður, þó ekki hafi hún opinberlega komið
í ljós fyrri. peir sem um þetta hugsa, ætlast auðvitað til
þess, að hver þjóðflokkur hafi sitt kirkjufélag út af fyrir
sig og algert sjálfræði. En bandalagið hugsa menn sér að
sínu leyti eins og nú er milli þeirra kirkj ufélaga, sem til-
heyra General Council, eða öðrum stórdeildum. ]?að er
eftirtektarvert, að uppástungan um sameining Skandi-
nava kemur frá Svíum. Ágústana-Sýnódan sænska er
stærsta kirkjufélagið í General Council. Má af þessu
merkja, að Svíar kjósi heldur bandalag með bræðrum sín-
um af Norðurlöndum, og er það eðlilegt. Ætti það fyrir oss
íslendingum að liggja einhvern tíma, að ganga í bandalag
“til sóknar og varnar”, með öðrum deildum lútersku kirkj-
unnar, væri það oss eðlilegast og heillavænlegast, að vera í
bandalagi með frændþjóðum vorum af Norðurlöndum.
Áreiðanlega væri oss styrkur að því, en af því gæti engin
hætta stafað—þjóðernisleg né kirkjuleg.
SYNODUS.
(Prestastefnan í Reykjavík.)
Prestastefnan í Reykjavík í byrjun Júlímán. hafði
verið fámenn og fjörlítil, eftir því sem blöðin herma. All-
margir prestar sneru heimleiðis áður en fundur hófst og
aðrir héldu sig burtu frá fundunum, þótt í bænum væri.
Altarisganga prestanna, sem auglýst hafði verið, fórst fyr-
ir, af því hvað hluttakan var lítil. Prédikun flutti séra Árni
Björnsson, prófastur í Görðum.
“Morgunblaðið” flytur skýrslu um gjörðir prestastefn-
unnar. Auk úthlutun fjár úr prestseknasjóði voru helzt
til meðferðar fræðslumál. Rætt var um, hvort barnabiblí-
an skyldi koma í stað kvers og biblíusagna, og voru flestir
því andvígir. “Séra Matthías mintist gamla ‘Balle’ hlý-
lega, þótt hann spaugaðist að einni grein ur þeirri bók. •—
— En bætti því svo við, að þótt hann um hríð hefði hallast
að únítörum, þá vildi hann nú engan veginn missa Krists-
fræðina.” — Rætt var og um sameiningu prests- og kenn-
ara-starfsins í sveitum og var prestastefnan því samþykk,
að ráðlegt væri að byggja heimavistar-skóla á prestsetrum
í sveitum. — Talað var um að minnast 400 ára afmælis sið-
bótarinnar bæði á næstu prestastefnu og um land alt 1917.
—Ekkert orð um samvinnu við oss hér vestra um hátíðar-
haldið, og hafði þó verið mælst til þess. í umræðum um
siðbótar-afmælið hafði Haraldur próf. Níelsson afneitað
nýguðfræðinni þýzku. “Vöktu þau ummæli hans mikla at-
hygli prestanna,” segir “Morgunblaðið.” — Prestastefnan
skoraði á alþingi að setja turn á Hólakirkju og endurbæta