Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1916, Page 21

Sameiningin - 01.08.1916, Page 21
181 Getur þess verið langt að bíða, pegar svona er komið, að kristnir menn á íslandi hefjist handa, slíti sig úr þeim álögum, sem á þeim hvíla og stofni frjálsa kirkju Frí- kirkja með fullri lýðstjórn þarf að koma í stað ríkiskirkju, og kirkjuþing, sem leikmenn sitja ekki síður en prestar, í stað prestastefnu. Hvenær birtist foringinn? Trúboði kirkjufélagsins lagður á stað. Sunnudaginn 30. Júlí var trúboða kirkjufélagsin, séra S. 0. Thorlakssyni, afhent trúboðaembættið. Fór sú at- höfn fram í Selkirk, í kirkju íslenzka safnaðarins þar, og framkvæmdi athöfnina forseti kirkjufélagsins, séra Björn B. Jónsson, í umboði formanns heiðingjatrúboðsnefndar General Council’s, er aðalumsjón hefir með starfi trúboð- ans, er verður fyrst um sinn unnið við stöðvar þess kirkju- félags í Japan. Faðir trúboðans, séra N. S. Thorlaksson, aðstoðaði forsetann við þessa athöfn, og auk þeirra og trú- boðans héldu einnig þeir séra K.K. ólafsson, formaður heið- ingjatrúboðsnefndar kirkjufélagsins, og séra P. Baisler, General Council-prestur í Winnipeg, stuttar ræður. f kirkj- unni var hvert sæti skipað, enda margt fólk aðkomið frá Winnipeg. Kveldið áður hélt Selkirk-söfnuður trúboðanum og konu hans skilnaðarveizlu í garðinum hjá prestshúsinu. Var þar saman komið flest fslendinga í Selkirk og garður- inn allur rafljósum prýddur. Fyrir hönd safnaðarins færði hr. Björn Benson hjónunum ávarp, ásamt peningagjöf, og hr. Klemens Jónasson flutti þeim sömuleiðis ávarp í ljóð- um. Eru ávörpin bæði birt hér á eftir. Veitingar voru fram bornar og allmargar ræður haldnar, og skemti fólkið sér við söng fram til miðnættis. Á mánudaginn lögðu hjónin ungu af stað áleiðis til trúboðsstöðvanna, en gjöra ráð fyrir að tefja á leiðinni nokkra daga hjá frændfólki sínu í Wynyard, Sask., og Van- couver, B.C., og fylgdu foreldrar trúboðans þeim þangað. Hugheilar blessunaróskir kristinna Vestur-íslendinga fylgja trúboðanum og konu hans. Ávarp. “Séra Steingrímur Octavius 'fhorlaksson! iKœri vinur og bróðir.—Þar eð þú ert að hverfa frá oss, til þess að taka að þér það göfuga starf, sem þú hefir helgað líf þitt, v'ildum vér með fáum orðum láta í ljós söknuS vorn yfir því að missa þig úr félagskap vorurn, sem þú hefir starfaö í frá barnæsku, en jafn-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.