Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1916, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.08.1916, Blaðsíða 22
182 framt gleSi yfir því, aS þú hefir valið þér hiö mikla hlutskifti, aS boSa heiSnum þjóSum gleSiboSskap Drottins vors Jesú Krists Vér teljum þessum söfnuSi þaS hinn mesta heiöur, aS geta til- einkaS sér þann fyrsta íslenzka trúboSa, sem kirkjufélag vort sendir til heiSinna landa. Svo þökkum vér þér fyrir alt gott og ástúSlegt á liSinni tíS, og árnum þér og frú þinni allrar hamingju og blessunar á ókomnum tíma. — Ósk vor og hjartans bæn er sú, aS algóSur GuS fylli hjörtu ykkar og hugskot meS heilögum anda, svo orS ykkar verSi sannfær- andi og huggandi og alt ykkar verk v'erSi líknandi og græSandi, heil- agri kirkju hans til blessunar, í Jesú nafni. Fyrir hönd Selkirk-safnaSar, Björn Benson, forseti. ÞiS leggiS á staS út í heiSninnar heim, heilagt aS kveikja þar ljósiS. En margt er aS vinna í víngarSi þeim, er vinunum fjarri þiS kjósiS: Því villan er mörg og sár og svört, þótt sólin sé skínandi fögur og björt. 1 víngarSi Drottins aS velja sér starf, er veglegast kall undir sólu. Og viS fengum kristnina okkar í arf, þá aSrir á gaddinm kólu, Þar myrkriS var sv’art—og svart er þaS enn, og sárt er aS hugsa’ um þá vansælu menn. Þitt verk er aS kveikja þeim kærleikans eld, og klakann aS þíSa úr sálum, því von þeirra’ og fratíS er villunni seld, en vandi’ er aS stýra þeim málum. Til himinsins rís þá heilög brú, er heiSingjum kennir þú sanna trú. Vor heilagi Drottinn, vér hrópum til þín, aS helgir þú trúboSa-verkiS, svo heimurinn gjörvallur sjái þá sýn, er sækir fram guSlega merkiS, og ljómi þaS bjart og lýsi upp geim, unz ljósiS þitt streymir um allan heim. Vér krjúpum hér niSur viS klæSafald þinn, og klökkir og auSmjúkir biSjum, aS senda oss heilagan sannleika þinn, aS samhuga v'innum og iSjum, svo blessist vor verk og blómgist vor trú. Ó, bænheyr oss, Drottinn! og styrk oss nú. Klemens Jónasson.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.