Sameiningin - 01.08.1916, Síða 23
183
“BJARMI.”
Eigenda- og ritstjóra-skifti hafa orðið við “Bjarma”.
Sigurbjörn Á. Gíslason, kand. theol., hefir keypt blaðið af
félagi því, sem áður gaf það út, og annast sjálfur ritstjórn-
ina með aðstoð sinnar gáfuðu og ritfæru konu. Hr. Bjarni
Jónsson hafði áður annast ritstjórnina með mikilli sam-
vizkusemi, og blaðið jafnan borið vott um hjartnæma trú
og guðhræðslu þess góða manns. Hinn nýi ritstjóri er al-
þektur áhugamaður um trúmál, og hefir hann mikið ritað
um ágreiningsmál kirkjunnar á íslandi. Hefir hann haldið
fram málstað hins sögulega og sanna kristindóms með
fullri einurð gegn æðstu prestum og fræðimönnum samtíð-
arinnar. Blaðinu bætast margir kaupendur, eftir því sem
útg. skýrir sjálfur frá, og víst er um það, að mikið er
“Bjarmi” keyptur hér vestra.
En hví beitist ekki “Bjarmi” og lið hans fyrir aðskiln-
aði ríkis og kirkju, úr því sem komið er?
Prestafundur.
Prestar kirkjufélagsins áttu fund með sér í Selkirk
dagana 28. og 29. Júlí. Ræddu þeir saman um ýms kirkju-
og trúmál, höfðu biblíu-samlestur og bænafundi. Fundi
fyrir almenning héldu þeir bæði kvöldin. Var á fyrra fund-
inum rætt um kirkjusókn, en hið síðara um heiðingja-trú-
boð. Allir þjónandi prestar kirkjufélagsins voru viðstadd-
ir, nema séra Guttormur, sem þá var við fermingar-undir-
búning barna út við Swan River, og séra Sigurður ólafs-
son, sem varð að hverfa heim til Blaine sama dag og fund-
ur hófst, sökum veikinda á heimili hans.
Frú Rannveig Jónasson.
Sameiningin syrgir góðan vin, þar sem fallin er frá frú
Rannveig Jónasson, kona Sigtryggs Jónassonar, systir
Valdimars biskups Briem, og fóstursystir Hannesar Haf-
steins ráðherra. Hún andaðist í Winnipeg 7. þ.m., og var
jarðsungin 9. þ.m. frá kirkju Fyrsta lúterska safnaðar.
par er á bak að sjá einhverri gáfuðustu og merkustu konu.
sem uppi hefir verið með Vestur-íslendingum. Hún var
sann-mentuð, sann-trúuð og sann-göfug. Krossberi var
hún lengi, en ljósberi ávalt.
Haft var að minningar-orði við útför hennar: “Hún
sat við fætur Drottins”—Lúk. 10, 40.
“Meðan þú átt, þjóðin fróða,
þvílík k v e n n a-blóm,
áttu sigur, gull og gróða,
Guð og kristindóm.”