Sameiningin - 01.08.1916, Qupperneq 28
188
aS taka öll blómin af því jafnóðum. Þú sagðst ætla aS gefa ömmu
þinni eina rós, frænku þinni aðra, veika drengnum í næsta húsi aðra,
—og eg man ekki hve mörgum þú sagSist ætla aS gefa rósir, svo þaS
verSur líklega ekki mikiS af þeim á trénu þínu.”
“Já, þú segir satt,” svaraSi Beta; “þaS eru svo margir, sem hafa
gaman af því aS eignast rósir, svo aS eg fæ varla nóg handa öllum,
sem mig langar til aS gefa.”
“Rósirnar þínar verSa ekki nema einni manneskju til ánægju,”
sagSi Anna, “en margir gleSjast af mínum. Eg hlakka svo til aö
heyra, hvaS fólkiS segir, þegar þaS sér þessar fallegu rósir, því
mamma segir, aS þær verSi ljómandi á lit og stórar og ilmandi.”
“En hv'aö þaS er gaman,” sagði Beta, og hoppSi af kæti, “því eg
held aö amma hafi aldrei eignast, stóra ljós-rauöa rós. HvaS
skyldi hún segja, þegar eg kem meS hana?”
Voriö leiS, og frjóangar komu á rós-runnana báSa. Stúlkurn-
ar litlu vitjuðu um þá oft á dag, vökvuSu þá þegar ekki rigndi og
létu ekkert illgresi hafa friS nálægt þeim. Og svo komu einn góS-
an veSurdag á þá stórar og ilmandi rósir.
“Á eg aS eiga þetta yndislega blóm?” sagSi amma, þegar Beta
færði henni fyrstu rósina sína. “En hvaS þú varst góS, elskan mín
litla, að gefa mér þaö. Eg hefi aldrei séS fallegri rós. Viltu nú
gjöra svo vel að láta hana í vatnsglas, svo aS eg geti haft hana hérna
hjá mér og horft á hana og fundið ilminn af henni?”
Næstu rósina fékk frænka, og þótti heldur en ekki vænt um.
Sú næsta fór til veika drengsins og flutti sumariS inn til hans. Og
hv’ert sinn, sem ný rós kom, var einhver, sem Betu langaði til aS
gleSja. Aldrei stóöu rósirnar lengi viö á trénu hennar.
Einn dag í Ágústmánuöi kom Anna aS heimsækja vinstúlku
sína. “Þaö eru þá heldur engin blóm á runnanum þínum,” sagöi
hún viö Betu; “þaö er langt síðan nokkur blóm hafa komið á
minn.”
“Nei, er þaS satt?” sagði Beta. “Þaö hafa veriS blóm á mínum
í alt sumar. ÞaS er ekki lengra síöan en í gær, að eg tók stóra rós
af honum og færöi föSursystur minni.”
“Hvernig skyldi geta staöiö á því?” sagSi Anna; “eg hefi þó
reynt aö hiröa um hann eins vel og mér hefir verið unt. ViS skul-
um spyrja kennarann okkar aS því.”
Þær fóru til kennarans og lögöu þetta vandamál fyrir hann.
Og hvaS heldur þú aS hann hafi sagt? Hann sagöi stúlkunum, að
þaö þyrfti aö taka rósirnar af runnanum, ef hann ætti aö geta hald-
iö áfram að bera blóm. “Ef Anna hefði fariö aö eins og Beta,”
sagöi hann, “þá væru enn aö koma rósir á tréö hennar; og Beta fær
rósir til aS gefa langt fram á haust. Þannig fer lika fyrir þeim,
sem mest hugsa um að gleðja aSra; því meira sem þeir gjöra öör-
um til geös, þess auðugri v'erSa þeir sjálfir af sannri lífsgleöi.”
o-