Sameiningin - 01.10.1908, Síða 1
ami'inmgtn.
Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi Isleadinna
gejiff út af hinu ev. lút. lcirkjufélagi fsl. í Vestrhehm
RITSTJÓRI JÓN BJANNASON.
XXIII. árg. WINNIPEG, OKTÓBER 1908. Nr. 8.
Ætlazt er til, að höfð sé í öllum söfnuðum kirkjufé-
lags vors fjársamskot heimatrúboðinu til stuðnings sam-
fara minning hinnar lútersku reformazíónar um eða rétt
eftir næstu mánaðamót. Almenningr safnaðanna gjöri
svo vel að hafa þetta vel hugfast.
Þótt all-mikið hafi þegar vor á meðal verið rœtt um
„nýju guðfrœðina' ‘, þá hina efasjúku og vantrúuðu
andastefnu samtíðar vorrar sem svo er nefnd, má þó
telja víst, að sumu og jafnvel mörgu safnaðafólki ís-
lenzku sé enn allsendis ókunnugt um það mál. Þeir, sem
svo er ástatt fyrir, geta sennnilega haft freisting til að
ímvnda sér, að deilan, sem nú stendr yfir út af því efni
innan kirkjunnar, ekki að eins innan íslenzka kirkjufé-
lagsins lúterska hér og kirkjunnar á Islandi, lieldr og
innan kristinnar kirkju víðsvegar um lönd, sé ástœðu-
laus og óþörf. Sumnm vorra manna mun það nú reynd-
ar enn sem komið er hulið, að deila sú, sem hér er um
að rœða, er uppi í nútíðarkristninni almennt; en því
fremr geta þeir, sem svo eru ófróðir, leiðzt til þeirrar
ímyndunar, að þessi kirkjulegi ófriðr meðal vor Islend-
inga sé algjörlega ófyrirsynju, að eins til þess að eyða
kröftum vorum frá öðru, sem nauðsynlegra sé, og því
einnig óafsakanlegr, syndsamlegr. Þessum og þvílíkum
ímyndunum lijá fólki því, sem í alvöru vill kristið vera,
þarf að eyða, og því fremr verðr að varna því, að þær
nái að útbreiðast. 1 því skyni verða þeir allir, sem
standa uppi vor megin, eða réttara sagt sannleikans